föstudagur, febrúar 04, 2005

Ég í viðtali

Í gær var ég í útvarpsviðtali á gömlu gufunni þar sem ég lét gamminn geysa um hana Leni Riefenstahl, en sú er í uppáhaldi hjá mér og þátturinn hennar Möggu Lóu heitir einmitt "Í uppáhaldi". Reyndar var þetta tekið upp fyrir nokkrum vikum en þátturinn var fluttur í gær.

Hér getur þú hlustað á þáttinn. Kondu svo endilega með komment ef þú hefur þau. Viðtalið byrjar þegar lagið stelpurokk er búið, c.a. 4 mínútur inn í þáttinn, og svo masa ég í svona 20 mínútur um kerlinguna knáu, feminisma, elli og eitthvað fleira skemmtilegt.

Venlig hilsen
Magga og Leni