sunnudagur, janúar 23, 2005

Góð mynd

Fór í bíó í gær og sá rosa fína mynd. Hún heitir Sideways og er sýnd í Regnboganum. Mjög skemmtileg mynd um tvo svona frekar aumkunarverða náunga sem eru að flækjast um í vínhéruðum Kaliforníu að reyna að skemmta sér áður en annar þeirra gengur í það "heilaga".

Þessi mynd kom mér ákaflega kunnuglega fyrir sjónir. Ekki bara vegna þess að náungarnir minntu mig nokkuð á fólk sem ég þekki og vandamálin þeirra voru eitthvað sem maður hefur sannarlega séð yfir tíðina, heldur líka vegna þess að ég hef verið á þessum slóðum. Fyndnast fannst mér þegar þeir fóru í bæinn Solvang, en það er mjög púkó "danskur" bær í Kalilforníu. Sterkt danskt þema og danski fáninn um allt. Gasalega skemmtilegt alltsaman. Svo héngu þeir í Buelton en þar var ég einhverntíma á hóteli í heila viku á meðan félagi minn var á reiðhjólanámskeiði. Þvílíkt rugl! Buelton er svona eins og Hveragerði og hótelið hefði geta verið hótel Örk. Þessi vika var ekki hápunktur lífs míns, svo mikið er víst.

Kannski ekki úr vegi að benda á að þessi mynd fékk gullklumpinn fyrir besta handrit, en höfundur þess skrifaði líka handritið að myndinni About Schmit... (sem er uppáhalds myndin hans afa....)

og p.s... ég lofa að blogga ekki meira um hvað mér finnst fitubollur asnalegar. Það fýkur bara í mannskapinn...