laugardagur, janúar 22, 2005

Já sei sei

Ég skellti mér í ræktina í dag og mikið assgoti var það hressandi. Það er gott að hreyfa sig. Fúlt samt að það sé enginn rækt í miðbænum. Hún var svo rosalega fín þessi sem var ofan á 10/11 í miðbænum. Besta rækt sem ég hafði komið í... en hún var fjarlægð og farið með hana í Orkuveituna held ég... það er skrítið. Í gömlu ræktinni var útsýni yfir sundin blá þegar maður var á brettinu og þegar maður fór í gufuna þá var útsýni yfir miðbæinn. Eðal rækt. Synd að hún sé farinn. Ætli það sé komin einhver ný rækt þarna í staðinn?

Vinur minn segist hafa farið í labotomy aðgerð. Mig langar að fara í svoleiðis. Kannski að mér finnist ofsalega feitt fólk fallegt eftir það. Kannski verð ég umburðarlyndari fyrir sjónvarpsefni og feitu fólki. Nei, ég held ekki... Mig langar frekar að verða eins og næringarfræðingurinn í þættinum þarna síðasta miðvikudag sem fór inn til feitu stelpunnar og sagði henni að hún væri feit og afmynduð og að hún ætti eftir að éta sig í gröfina með þessu framhaldi. Svo henti hún draslinu út úr skápunum hjá henni og lét hana byrja að borða epli og annað gott. Skemmtilegur þáttur. Ég sé mig fyrir mér í þessu starfi.

Það er ekkert rétt við það að láta sem manni finnist svona spekað fólk bara allt í lagi. Ekki frekar en það er rétt að láta sem 45 kg anorexíustelpur séu í lagi. Báðar eru sjúkar. Samt er alltaf meira PC að tala illa um fólk sem er langt undir kjörþyngd. Hvað er það eiginlega? Oj, hún er með anorexíu... er miklu algengara en Oj, hún er ofæta. Báðar eru í tómu rugli og báðar eru sjúkar. Sú feita er eins og dópisti sem dópar sig með mat. Sú mjóa er líka dópisti en hennar dóp er að hafa ekkert í maganum. Báðar í bobba.

Dópistum er enginn greiði gerður með því að fólk láti sem það sjái ekki að manneskjan sé á kafi í rugli. Það sama á við um feitu stelpurnar og þessar horuðu. Maður á ekkert að halda kjafti þegar maður sér vini sína eða ættingja tútna út eða hrynja niður. Fólk og þyngd þess er eitthvað svo furðulegt issjú. Sumir sjá sig ekki eins og þeir raunverulega eru. Sjá annaðhvort of mikið eða of lítið. Það er oft ekki fyrr en einhver kemur og segir OY! Hvað er að gerast með þig?... að manneskjan sjeipar upp og fer að gera eitthvað. Setja rjóma í kaffið og byrja að smyrja brauðið eða skella sér á brettið og skafa af sér forðann.

Já svei mér þá.