fimmtudagur, desember 23, 2004

Skilinn

Ég var eitthvað að leita að upplýsingum um Halldór Laxnes á netinu og viti menn. Ég rakst á þessa líka skemmtilegu úttekt á einhverjum fyrrum dómara, Einari Arnórsyni, sem er svosum ekki endilega í frásögur færandi, en það sem mér fannst gaman var að lesa um börnin hans. Eitt þeirra var nefninlega gift Halldóri Kiljan og svo giftist hún Óskari Gíslasyni (hefur haft smekk fyrir hæfileikamönnum)... og hin léku öll sama leikinn, að skilja eða giftast oftar en einusinni, ef þau giftust á annað borð. Og þetta fyrir 1950 þegar það var ekkert endilega hlaupið að því að skilja. Sprellfjörugt lið alveg. Það er kannski óþarfi að taka það fram að þetta eru allt börn Einars af fyrra hjónabandi.

Kopí peist:

Börn þeirra: 1) Ingibjörg, f. 3. maí 1908 í Rvík, leikkona og húsfreyja í Reykjavík. Maki I: Halldór Guðjónsson Kiljan Laxness, skáld og rithöfundur. Þau skildu. Maki II: Óskar Gíslason, ljósmyndari og kvikmyndatökumaður. 2) Guðrún, f. 25. des. 1909 í Rvík, d. 25. febr. 1928. 3) Áslaug, f. 7. des. 1911 í Rvík, d. 31. ágúst 1947, húsfreyja í Kaupmannahöfn. Maki I: Kristmann Guðmundsson, skáld og rithöfundur. Þau skildu. Maki II: Ejnar Jacobsen, verslunarfulltrúi í Kaupmannahöfn. 4) Ásgerður, f. 30. ágúst 1913 í Rvík, húsfreyja í Reykjavík. Maki I: Einar B. Sigurðsson, verslunarmaður. Þau skildu. Maki II: Matthías Matthíasson, fulltrúi. 5) Hrafnhildur, f. 11. sept. 1915 í Rvík, d. 1. jan. 1964, húsfreyja í Stokkhólmi og Nebraska. Maki I: Einar Karlmann, auglýsingastjóri í Stokkhólmi. Þau skildu. Maki II: Louis D. Sass, kennari í Nebraska. 6) Logi, f. 16. okt. 1917 í Rvík, stúdent frá M.R., hæstaréttardómari (nr. 923) í Reykjavík. Maki I: Helga Tryggvadóttir, skrifstofumaður. Þau skildu.