þriðjudagur, desember 21, 2004

Smáralindarógeð

Ókei, ég hef reynt að bæla þetta niður og segja ekki neitt. Ég hef reynt að hafa stjórn á mér og leiða hana hjá mér. Ég hef virkilega reynt að láta sem þetta sé allt í lagi en nú fæ ég ekki orða bundist lengur og hleypi því út: ÉG ÞOLI EKKI SMÁRALINDARAUGLÝSINGUNA MEÐ BIRGITTU HAUKDAL!!! (Öskrið hljómaði alla leið upp í Laugardal og bergmálaði aftur ofan í miðbæ).

Börnin í þessari auglýsingu eru misnotuð. Þau eru þarna öll sveitt og þvinguð og paranoid í einhverju eldfimu jólaskrauti og syngja, ekki af innlifun, heldur eins og einhver illgjarn jólasveinn haldi að þeim afsagaðri haglabyssu og segi á milli samanbitinna brúnna tanna -Syngdu krakki eða ég dreeeeppppp þiiigggggg. Bláeygi strákurinn sem kemur alveg í lokin er svo alveg stjarfur af því það er í raun búið að saga af honum fótinn.
Í gerfijólabæ stendur svo hin eðlilega og heilsuhrausta fröken Birgitta með nýplokkaðar augabrúnir í "jólasnjónum", alveg á útopnu eins og hennar er von og vísa, uppfull af sjálfstrausti og Smáralindarsælu og syngur á fullu blasti eitthvað um Eitt lítið jóóóólllag...

Þessi fjandi er svo á einhverri jóla auglýsingalúppu. Endurtekinn allavega átta sinnum á hverju kvöldi og ég, af því ég er alltaf að gefa litlu minni að drekka, neyðist til að horfa á þetta trekk í trekk og sjæse!!! Úff!!! Eins gott að einhver fann upp "mute" takkann.