Mamma
3 Desember 2004 kl 23:22 varð ég mamma. Og hún er svo falleg að ég get horft á hana endalaust og ég sakna hennar þegar hún sefur. Hún mætti í heiminn eftir tveggja daga puð og púl. Var sótt að hætti keisaranna. Toppeinkun! æpti læknirinn. Hún er með svo mikið dökkt hár að Elvis hefði skammast sín fyrir að hafa fæðst sköllóttur. Blá falleg möndluaugu. Og bara svo mikið æði að ég ætla að hætta hér og fara að horfa meira á hana.
|