sunnudagur, desember 12, 2004

Gaman!

Það er svo gaman að vera mamma að það er ekki nokkru lagi líkt. Barnið mitt er svo frábært. Ég er bara sillí af sælu og geri ekki annað en horfa á hana en núna er hún sofnuð í löngu syrpuna sína og því pikka ég hér nokkur orð...

Ég var búin að vera inni í 10 daga í dag þegar ég keyrði út og skoðaði vagn sem stendur okkur til boða. Mikil upplifun og hrikalega var gaman að keyra. Mér finnst eitthvað svo gaman að keyra alltaf.
Næstu vikurnar verðum við Björn að fara út til skiptis og alltaf þegar Litla er búin að borða. Þetta verður frekar fyndið. Sikk sakk stemning. En nauðsynlegt líka að fara aðeins út svo maður fái ekki Cabin Fever, eða lendi í svona Space Madness eins og Ren & Stimpy hér um árið. Á Þorláksmessu verður hún orðin 3 vikna og þá getum við farið út með hana í vagni. Gærupokinn og góða skapið.

Bjúgurinn er farin af búknum mínum og það er yndislegt. Ecco skórnir orðnir víðir en allar buxurnar sem ég gekk í áður en ég varð bomm eru orðnar allt of þröngar. Nú þarf ég að fara í aðhald í mataræði og Kringluna að kaupa víðari buxur sem verða nýttar þar til spikið fer og ég passa aftur í þessar gömlu. Sem verður kannski eftir svona 4-5 mánuðihihihihiiiiii... ef allt gengur samkvæmt björtustu vonum.

Svei! Hann Ragnar einhleypi á neðri hæðinni er með partý núna, eins og hverja einustu helgi. Hann er eitthvað í íþróttum og vinir hans líka og þessvegna verða þeir alltaf svona íþróttafullir sem felur það í sér að þeir verða að öskra af og til og syngja og öskra það sem þeir syngja. Núna öskra þeir með Carless Whispers. Skelfilega ömurlegt eitthvað. Sveittir, fullir og öskrandi. Helgi eftir helgi. Ragnar ætti frekar að reyna að ná sér í konu og eignast barn. Það myndi róa hann greyið. Hann er orðin of gamall fyrir þetta. Ég ætti kannski bara að fara niður og segja honum það. Banka upp á á náttfötunum og bera honum sannleikann.