mánudagur, nóvember 08, 2004

Hápunktar dagsins

Já, viðskiptalegir hápunktar áttu sér stað í dag þegar síminn minn var færður frá Símanum yfir til Ogvodafone. Nú getum við kærastinn hringt í hvort annað og sent hvort öðru 30 sms á dag, endurgjaldslaust. Í þessu felst eflaust heilmikill sparnaður og ég sendi honum eilífar athugasemdir, krúttskilaboð og brandara þar til hann verður geðveikur og ég enda á kvennaathvarfinu.

Hinn hápunkturinn varð þegar við fórum að sækja nýja Digital afbrenglarann en því miður varð anti klímax þegar við komum heim og fórum í rugl með að tengja. Næsta skref er að fá hingað einhvern svona Cable Guy til að kippa þessu í liðinn. Öll meðmæli vel þegin.

Ég keypti mér áskrift að Stöð 2 til að geta horft á Nipp and Tökk og Extreme Makeóver. Nú mun barnið sjúga í sig lágmenningu í gegnum móðurmjólkina. Heeheheh... Ó já, og barnið mitt... litla grjónið sem vex eins og Baugsveldið er búið að launa mér leiguna með því að skilja eftir sig slit í kringum naflann! Ég sem hélt að ég hefði sloppið en það verður víst að hafa það. Plana hvort sem er ekki að spranga um á magabol næsta sumar. Fátt meira púkó en gamalmenni á magabolum.