Askur
Áfram Askur!
Við Björn vorum á Aski áðan að borða samlokur og hamborgara og ég get nú ekki annað en mælt með þessum fína veitingastað við Suðurlandsbraut. Ekki það að hann sé eitthvað rosalega hipp, nei, því fer fjarri, en sætin eru þægileg, salatbarinn snilld og þjónustan í fyrsta flokki. Svo er verðið príma.
Mig langaði í bíó en það er ekkert í bíó svo í staðinn förum við heim til Steina og Birnu að horfa á fólk gera sig að fíflum í Idol keppninni sem er hámark lágkúrunnar. Með Maarud snakki og Pepsi.
Talandi um lágkúru. Það voru einhverjar vinkonur mínar að velta sér upp úr því að ég, femínistinn knái, skyldi fíla Americas Next Top Model... Shhhhh segi ég nú bara. Þessir þættir eru pípandi snilld og væru eflaust enn betri ef það væri verið að leita að næsta Male Top Módelinu. Málið er bara að þetta fólk er svo sillí eitthvað og látið ganga í gegnum svo asnalega hluti og í hverjum þætti fær maður þá tilfinningu að maður sé yfirburðamanneskja miðað við þessa sjúklega vitlausu kana og imbahrollurinn lekur niður bakið. Fátt betra en að finnast maður göfugri og vitrari en aðrir. Ha?
Annars finnst mér annar þáttur betri og það er Extreme Makeover. Þann þátt bara eeellllsssskkkaaaa ég en því miður er hann á Stöð 2 og ég tími ekki áskrift. Svo eru Nip ´n Tuck ógeðslega góðir og come to think of it... er ekki ný sería að fara í gang á Stöð 2? Kannski að maður skeri niður annarsstaðar til að hella sér í sorann? Ætli þaggi bara... Ég er hætt að reykja gras.
-Eitthvað verður maður að gera til að heimska sig. Haaa? Jaaaáááá Hemmi minn!
|