mánudagur, nóvember 15, 2004

Herkona

Flestir sem vita eitthvað um mín áhugamál vita að ég hef sérstakan áhuga á kynjamisréttinu í íslenska tungumálinu. Og þegar ég fer að tala um þetta þá æsist ég upp og fyllist eldmóði sem enginn sem ég þekki getur látið ná jafn miklum tökum á sér og ég geri. Hvað um það. Það verður einhver að tala um þetta og í mínum hringjum er það mitt verk að taka eftir þessu og benda á það (og stundum staglast á þessu) eftir fremsta megni. Margt smátt gerir eitt stórt = Endalaust nöldur verður að lokum að meðvitaðri staðreynd. Molar eru líka brauð.

Í gær las ég grein í Fréttablaðinu eftir Árna Snævar þar sem hann fjallaði um árásina í Kjúklingastræti. Með henni fylgdi mynd af stelpunni sem dó og með henni á myndinn var "herkona". Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá orðið herkona og mér fannst það athyglisvert. En ég hef aldrei séð orðið "flugkona" eða "sjókona" á prenti. Af hverju ætli það sé? Og af hverju ætli Árni hafi notað orðið "herkona" þegar okkur er sagt að konur séu menn; altso kvenmenn; altso þó að þær séu aldrei nokkurntíma kallaðar kvenmenn nema þegar verið er að afsaka það að kalla þær menn (eins og t.d. í tilfellum ráð-herra og borgar-stjóra). Skyldi Árni blessaður vera að rumska?