mánudagur, nóvember 15, 2004

Húsgagnafíkn

Kona, ansi nákomin mér, er haldin afar sérstæðri fíkn. Hún er með áráttu fyrir því að kaupa sér ný húsgögn og skipta út þessum "gömlu".
Oftast eru húsgögnin ekki dýr. Til dæmis kann hún vel að meta Rúmfatalagerinn því þar er hægt að fá ansi ódýr, en jafnframt frambærileg húsgöng og þetta nýtir hún sér óspart. Fyrir sirka 9 mánuðum síðan var hún nánast viðþolslaus af þörf í borðstofuborð. Það fór svo að hún og maðurinn hennar keyptu sér eitt slíkt í einmitt, Rúmfatalagernum. Þetta var allt gert í bráðræði og þegar heim kom reyndist borðið of stórt svo það stoppaði ekki lengi við og var selt. Í kjölfarið var svo keypt aðeins minna borð sem passaði betur í gömlu stofuna. Nú. Svo fluttu þau síðasta vor og hvað gengur þá annað en að kaupa þriðja borðstofuborðið á árinu?
Ný íbúð, nýtt borð að sjálfssögðu! Mér heyrðist líka á henni að hún hefði keypt nýjar hillur með en náði því ekki alveg. Ætli rúmfatalagers hilluskápurinn fari þá ekki niður í geymslu með hinum óákveðnu húsgögnunum?
Svo er þetta svo skrítið, að þrátt fyrir þessa áráttu, þá leyfir hún sínum heittelskaða að halda svona svörtum leðursófum sem voru framleiddir 1987. Ég myndi frekar kalla þetta leðurhommasófa þar sem þeir minna mikið á slíka stemningu. Svona púffandi og lafandi blacklight dæmi eitthvað. Hefði verið flott í Völu Matt setti ásamt Zebra teppum árið '88. Hann er eitthvað hrifin af þessum sófum, heimtar að fá að hafa þá (kannski til að halda aftur af frökeninni) og hún lætur sig hafa það, enda með annan (fallegan) sófa í stofunni sem hún keypti notaðan fyrir kannski tveimur árum (þetta eru alls 3 sófar).

Mér finnst þetta ógurlega spes og furða mig á hvort það gætu verið til 12 spora samtök í heiminum fyrir fólk með slíka áráttu? Mér þykir það ekki ólíklegt. Fyrst það eru til 12 spora samtök fólks sem kann ekki að taka til heima hjá sér.