miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Glatað að vera með píku

Oj!

Áðan tók ég þátt umræðu um "kvennabókmenntir" og þá helltist aftur yfir mig þessi sorg yfir þeirri staðreynd að kvenfyrirlitning sé dagleg uppákoma í þessu lífi. Bara það eitt að konseptið "kvennabókmenntir" skuli vera notað yfir allt það efni sem fólk með píku gefur út í bókum kvelur mig. Að það skuli þá sjálfkrafa vera flokkað og skoðað sem slíkt.

Það böggar mig líka (en ég skil það vel) að höfundur Harry Potter prógrammsins,
J. K. Rowling, hafi kosið að skrifa ekki undir skírnarnöfnum sínum til að hún væri nú ekki flokkuð í "kvennabókmenntirnar"... eða sko... það eitt að kvenfólk verði að beita svona trikkum til að sleppa við neikvæða stimpla, það böggar mig til helvítis. Og það truflar mig líka að þetta sé hún að gera, einhverjum hundrað árum eftir að Karen Blixen skrifaði undir nafninu Isak Dinesen. Ætlar þessi andskoti aldrei að lagast?

Og djöfull truflar það mig að horfa á alla þessa umræðuþætti í sjónvarpinu þar sem ekkert nema tippalingar (með fullri virðingu fyrir þeim) verma sætin og keppast í að vera klárir. Hvernig í ósköpunum stendur á því að það eru svona sjaldan konur í þessum þáttum? Það ætti ekki að vera neinn skortur á kvenfólki sem hefur eitthvað að segja. Eru ekki 80% nemenda í HÍ stelpur? Varla eru þær allar svo bældar að þora ekki að mæta í svona þætti (klassíska afsökunin; það er bara svo errrrrfittt að fá konur í þættina).

Svo fer það vibba í mig að orðið "kvenmaður" skuli aldrei notað nema í þeim tilgangi að afsaka það að konur eigi að taka til sín ávörp í karlkyni. Eins og t.d. menntamálaráðHerrann sem var endalaust kölluð "hann" í fréttunum í gær.

Og að það séu auðskilin niðurlæging að heyra "þú hleypur eins og stelpa -þú keyrir eins og kona- þetta er ömurleg kerlingamynd- hann er ógeðslega píkulegur..." os.frv.

Sjálfri finnst mér reyndar mjög þreytandi að ætla t.d. að fá mér spólu úti á videoleigu og sjá að það fer ekkert að milli mála að í Matur og Myndir sé það kall sem velur hvaða spólur skuli kaupa inn. Allt einhverjar "typpalegar" hetju myndir um karla í háska. Þetta fer í taugarnar á mér á sama hátt og Kastljós og Egill Helga og það sem fer eiginlega meira í taugarnar á mér er að þetta sjá allir sem bara normið og pæla yfirleitt EKKERT í því að það sé eitthvað dúbíus við þetta. Hvað ef það væru bara manneskjur með píku í Kastljósi og 90% myndanna á leigunni væru um sambönd og einmana ekkjur með hvítblæði og fimm börn? Ha? Þá myndi þessi leiga fá á sig rosalega neikvæðan stimpil sem ömurlegasta leiga landsins. Af því það er svo sjálfssagt og eðlilegt að fyrirlíta það kvenlega.

Svo bara þetta með að öll mín uppeldisár hafa gildi samfélagsins um hvað sé gott og mikilvægt og merkilegt verið mótuð af bláum MR ýstrubelgjum sem eru vel úr tengslum við raunveruleika, gildismat, hugsanir og þarfir "minnihlutahópsins", sem taldi alls 145.169 einstaklinga í fyrra. Og nýja ríkisstjórnin er með þrjá einstaklinga með píku á móti átta einstaklingum með typpi. Ég meina... hvað er það? Hvað er að?
Ég segi eins og forsætisráðmanneskjan(herrann) að staðan er verulega óþolandi, nema hvað að ég er ekki að tala um verkfall, heldur það að ég er stelpa, sem er að fara að verða mamma stelpu, og mér finnst það sorglegt og dónalegt og ljótt og leiðinlegt að svona skuli vegið að okkur.

Kannski fer þetta að lagast eitthvað. Ég vona það. Plebbaveldið er smátt og smátt að fá brauðlappir þar sem fólk nennir ekki lengur að lesa Moggann og um leið vex Vinstri vænum og Samkynhneigðufylkingunni ásmegin. Það eru skref í rétta átt. Allt betra en los plebbos.

Það er líka eitthvað meira að fara í taugarnar á mér núna en ég man ekki hvað það er svo ég ætla bara að hætta og fá mér kjúklingasamloku.

-Kvenfyrirliting er kynsjúkdómur. Ert þú með einkenni?