Tilvistarkreppa, bjúgurinn og ljótan
Ok, nú er ég komin með ljótuna á lokastig. Er eins og sjórekið lík með þang í hárinu. Gersamlega uppfull af vatni og get ekki beðið þess að fá að taka á móti litla einstaklingnum mínum sem ég ber hér undir beltisstað. Það er ekkert lítið sem þarf til að búa til manneskju. Ég er ólétt og þung-uð og ófrísk á allann hátt. Finnst þetta alls ekkert gaman lengur. Stundum er sagt "Njóttu nú bara meðgöngunnar" og það er svosum alveg hægt, svona fyrstu mánuðina, það er að segja ef maður er ekki í hormónasveiflukasti, en restin... sjæse, I think not.
Hver "nýtur" þess til dæmis að vera með svona ökkla:
bjúgur
Ha? Ekki geri ég það og þetta er ökklinn á mér!
Auðvitað er það mjög yndislegt að finna litla krílið hreyfa sig og stækka innan í manni, en þar með er þetta upptalið fyrir mér. Grrrrrr.... urrrrr... wrrrrrr....rowwwrrrrr.... voff!
|