föstudagur, október 29, 2004

Karlremba og kvenremba

Hann Björn Jörundur var að koma með nýja skilgreiningu á orðinu:

Karlremba = Maður sem rembist við að vera karl (samkvæmt eigin hugmyndum um karla).

Mjög fínt... og búum okkur svo undir eina allherjar umræðu því feministafélagið (kvenremburnar) voru að leggja til atlögu við bOGb af miklu offorsi. Til dæmis með því að vaða í búðir og líma "frelsi til að hafna" miða á vöruna.
Einmitt þegar þetta blað er hætt að sýna tippi og píkur, þá ákveða þær að missa sig... döh.

Heimurinn og fjölmiðlarnir eru allir haldnir einhverri kvenfyrirlitningu. Sérstaklega blöð eins og t.d. Vikan og Femin.is sem gera ráð fyrir að það eina sem stereótýpískir kvenmenn hafi áhuga á séu uppskriftir, barneignir, sníps erti krem, tilfinningar, megrun, persónuleikapróf, föt og fegurð. Af hverju er ekki hægt að bitsast í þeim? Og ef konur mega gefa út blöð með efni sem á að höfða til kvenna, af hverju mega karlar þá ekki gefa út blöð með efni sem þeir telja að höfði til sín, hvort sem það er fótbolti, grillferðir, gufuböð og brjóst eða eitthvað annað... (persónulega finnst mér bæði konseptin púkó).
Og viti menn/konur! Fréttablaðið sýnir mér líka fyrirlitningu með því að 90% alls umfjöllunarefnis í blaðinu er karllægt. Kastljós þættirnir sýna mér fyrirlitningu með því að hafa nánast aldrei kvenmenn í viðtölum, og þegar það er þá eru það oftast einhver "kvennamál" sem er verið að ræða (og það sama á við í t.d. Fréttablaðinu).
Íslenska tungumálið sýnir mér fyrirlitningu með því að tala alltaf um "þá" á alþingi, "þeir" hjá RÚV, "þeir" í Landsbankanum o.s.frv... eins og það séu bara "þeir" karlarnir sem vinni þarna en ekki "Þau" starfsfólkið. Nú og svo sú staðreynd að enn sé talað um ráð-HERRA.
Mér er sýnd fyrirlitning þegar ég sem um laun og fæ að vita að strákur, 10 árum yngri en ég, með sömu menntun en í mun auðveldara starfi sé með hærri laun.
Mér er sýnd fyrirlitning þegar starfið sem ég sæki í breytist í kvennastarf og verður fyrir vikið verr launað. Mér er sýnd fyrirlitning þegar ég fæ ekki vinnu vegna þess að ég er ólétt og mér er sýnd fyrirlitning þegar ég er rekin úr vinnu fyrir að vera ólétt.

Svo eru það ekkert bara karlar sem eru haldnir kvenfyrirlitningu. Við erum öll haldin kvenfyrirlitningu á einhverju stigi og ættum bara að horfast í augu við þá staðreynd og gera eitthvað í málinu á öllum sviðum í stað þess að einblína svona endalaust á þetta kynferðislega og það að karlar hafa gaman af að glápa og stelpur fíla að sýna sig.
Alveg frá því við komum í heiminn er okkur kennt að stelpur séu síðri en strákar (annars flokks borgarar) og að flest sem tengist stelpum sé á einhvern hátt ekki jafn göfugt og það sem strákar gera. Til dæmis öll þessi týpísku kvennastörf, kvenna íþróttir, eða kvennalist, eða kvenna hvað sem er... ugghhhhhhh....þetta ergir mig.

Nenni ekki að skrifa meira.
Sjáum hvað gerist í þessu máli með bOGb...