sunnudagur, október 31, 2004

Vonlausar viðreynslur

Ég var að skoða bloggsíðu áðan þar sem bloggarinn er svo merkilegur með sig að hann meikar varla að blogga en langar samt í athyglina.

Þetta minnir mig á svona skemmtistaði/bari, þar sem margir eru komnir til að reyna að uppfylla kynhvatir en vegna þess hversu merkilegir einstaklingarnir eru, þá er það nánast vita vonlaust að ætla sér að leggjast svo lágt að fara að reyna við aðra manneskju. Þetta eru svona staðir eins og t.d Ölstofan þar sem hver prímadonnan mætir á fætur annari og sýnir dýrð sína með bjórglas í hendi. Langar innst inni voðalega að komast á séns en er svo helvíti important að hann/hún meikar ekki að gefa sig á tal við neina ókunnuga manneskju að fyrra bragði.

Kannski er þetta líka svona Reykvíkinga heilkenni. Að vilja aldrei tala við ókunnuga... það fólk sem ég hef kynnst sem býr útálandi er ekki svona lokað gagnvart ókunnugum... og ekki New York búar. Þar tala nú allir við alla. Fyndið.... Svo í svona mídíóker bæ eins og RVK eru margir sem upplifa sig sem rosa númer sem ætla sér sko ekki að tala við fólk sem það þekkir ekki. Allavega inni á ákveðnum stöðum þar sem ákveðin stemning ríður rækjum.

Svo þekki ég stelpur sem eru alltaf að fara út um helgar að leita sér að gaurum og þær koma heim, helgi eftir helgi, án þess að hafa kynnst neinum. Það er náttúrlega af því þær TALA aldrei við neinn. Sitja bara og horfa í kringum sig og eru uppdubbaðar og fínar með drykkina sína en tala bara við hver aðra. Hvaða vitleysa er það? Koma svo heim lyktandi eins og öskubakkar. Ekki mikil stemning í því! Ha?


Partygirl Posted by Hello


Rosalega þyrftum við að kunna að losa um þessa feimni og þora að spjalla við fólk og draga það minna í dilka. Kannski ætti ég að stofna svona skemmtistað þar sem fólk fer í leiki:
Sannleikann og kontó; þekktu mann með sleifum; þekktu dýrahljóðið; eggja boðhlaup; appelsínudans. Svona 50-60´s stemmning. Mér finnst hún eitthvað svo sjarmerandi. Ætli svona staður myndi ekki ganga? Það held ég :) Ég myndi allavega mæta!