Mér finnst gott að
spæla egg og finna lykt af kaffi
fara í föt sem hafa verið þvegin upp úr mýkingarefni
horfa á himininn skipta litum
lesa
dunda mér ein við að elda, án þess að þurfa að ná því á einhverjum tíma
hlusta á rás eitt
klóra hundum á bak við eyrun
þegar köttur sem ég þekki ekki fylgir mér eftir götu
að sjá fugla baða sig í pollum
að fara á trúnó
þamba vatn
kroppa skinn af iljunum
draga frá
kveikja á kertum á daginn
vera kysst á ennið
kyssa enni
sjá grasið fyrir framan stjórnarráðið sem er alltaf grænt þó allt sé í snjó
nudda andlitið á mér þegar ég er þreytt
hanga í sturtu
sunnudagur, desember 28, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|