mánudagur, desember 29, 2003

Hef haft eitthvað ótrúlega lítið að segja um allt og ekkert þessa dagana. Þetta er bara ðe seim óld sjitt þrátt fyrir þetta nýja millenium. Kalkúnn og fjölskylduboð. Pakkar og svona. Ágætt, en ég hef aldrei verið mikill jólahommi í mér. Fer eitthvað svo inn í mig á þessum tíma og basla stundum við að harka í gegnum þetta. Sveiflast soldið. Þetta breystist líka svo mikið þegar maður vex úr grasi og á ekki börn og svona. Enginn sérleg spenna. Bara hellings matur og langt frí og bar ferðir þar sem fólkið sem býr í útlöndum kemur saman og er hresst.