ég er að fara í sund, er ógeðslega þreytt, en fer í sund. læt mig hafa það að fljóta um á innra lofti umvafinn húðflögum Reykvíkinga og gesta. með blá sundgleraugu eins og neðansjávar lindýr í of miklum hita.... fara í sund... kannski hressist maður við það. mér leiðist hálfpartinn núna. leiðist þessi vinna. langar að fara að gera eitthvað skemmtilegt en standa ekki endalaust í brauðstritinu svokallaða... brauð rugl, maður belgist upp af brauði og heilinn verður bólginn ef hann gerir ekki eitthvað skapandi... svo er svo dimmt úti. kannski að maður fremji bara sjálfsmorð... hara kiri í gufunni... ha? það myndi nú lyfta brúnum. smygla sverði í sundbolnum. svo bara.... SPLETTTTTTT, SPLUFFFF, KLESS.... allt út um allt og brjálað panikk. fólk með martraðir í mörg ár. lauginni lokað og fólk rekið út af niðurskurði, niðurskurðurinn afleiðing af því það færu af stað draugasögur sem fælir fólk frá lauginni. þórhallur miðill slefandi þarna með kerti og heilagt vatn... gunnar í krossinum að góla fyrir utan að þarna færu fram galdrar og villutrú...
þetta myndi nú draga dilk á eftir sér... ha? segiði svo að maður geti ekki haft áhrif á umhverfi sitt!
þriðjudagur, desember 09, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|