mánudagur, desember 01, 2003

Frábær helgi!

Við Joe fórum á Holtið og ég fékk fjóra rétti.

1. Heitan parmesan ost í glasi með grænmeti.

2. Forréttur: Hörpudiskur með einhverju glensi.

3. Bassi (fiskur) með kartöfluteningum og einhverju...

4. Créme Brulé, Ris alamand, heita súkkulaði köku með kirsuberjum, mokka ís með mintu og appelsínum (sjúúúúúkkleeggggt).

Svo kaffi...

Eftir matinn kom annar sætur strákur (sætari en Joe, sem þó er sætur) og eftir að hafa hangið á barnum á Holtinu og sogið vindla, skelltum við okkur öll saman út að dansa. Fyrst á Torvaldsen sem var frekar fáránlegt. Dj-arnir vissu ekkert hvað þeir voru að gera. Fyrst spiluðu þeir gamla diskóið sem var mjög gott. Mér fannst það allavega frábært en strákarnir voru kannski ekki eins hrifnir, enda vorum við þrjú að dansa og þeir að skekja mjaðmirnar við "it´s raining men"... kannski soldið hommalegt? Svo kom einhver ógeðsleg þungarokkssyrpa sem gerði útslagið og við fórum yfir í næsta hús, Nasa, en þangað fer ég aldrei. Stemmingin þar var verulega undarleg. Fimm manns á stóru dansgólfi, ískalt og blár reykur um allt. Eins og í stórri frystigeymslu.
Við entumst ekki lengi og rukum á Pravda og þar var þetta bara alltíllæi. Tjokkóarnir allir saman komnir í þéttum fasa. Brúnir og glaðir á E pillum. Teknó uppi og eitthvað misjafnt þarna niðri. Gaman samt.Entumst heldur ekkert rosalega lengi þarna (tjokkó óverlód) og fórum á Kaffibarinn en þar var lang mesta stuðið.
Þegar við komum inn þá var verið að spila "Now I wanna be your dog" sem er nú bara eitt af mínum uppáhaldslögum og því skall fjörið á eins og höggbylgja. Við hristum okkur á alla kanta og til allra hliða. Upp á stól og hvaðeina. Hulda Proppé var í rosa rassahristingum og hræddi piltana með því að dúndra honum í þá með hnitmiðuðum takti. Eitthvað að sleppa sér þar sem hún er á leið með hele familíen til NY að vinna fyrir UN. Dónt bleim hör.
Lokaspretturinn var tekinn niðri í fjöru þar sem við keyrðum til að reyna að sjá einhver norðurljós en þau voru af skornum skammti. Góluðum því bara eitthvað út í vindinn og flýttum okkur svo aftur inn í bíl. Heim að borða. Sofa...

Það er svo gaman þegar það er gaman!