sunnudagur, desember 14, 2003

Þegar ég var yngri þá laug ég stundum öllum andskotanum tú hev mæ vei. Laug t.d. einu sinni að kennaranum að afi væri dáinn og ég þyrfti að fá frí til að fara í jarðarför. Var að renna út með afsakanir. Nennti ekki í leikfimi. Fékk fríið. Svo komst hann að því að afi var ekkert farinn yfir móðuna miklu. Næst þegar ég mætti í skólann var horft á mig eins og ég væri drengurinn Damien; Ómenið; sonur Satans. Hvernig gat ég verið svona óforskömmuð?! Svona sjúkt barn!