föstudagur, desember 12, 2003

Í gær tók undirrituð sig til og hengdi upp jólaljós í öll herbergi nema baðherbergið.
Svaf vel síðustu nótt.
Fékk lýsi og hafragraut í morgun.
Dúllaðist í hryllingsvinnunni. Plokkaði m.a skegg af konu sem hélt að hún væri á himnum og átti miður geðslegt samtal við illa gefna skúringastelpu.
Hún er nánast vangefinn greyið... illa klippt, öll næpuhvít, axlalaus og eins og kind til augnanna, en hvað um það, ekkert verri fyrir vikið. Ég þurfti að skipta á rúmi og fékk hana til að hjálpa mér aðeins. Reyndi að segja henni hvernig væri auðveldast að gera þetta og þá segir hún
Þetta kann ég nú, ég fór í hússtjórnarskólann í Hallormsstað!
Ég imponeraðist, enda finnst mér mikið til þess koma að fara í hússtjórnarskóla, og spurði hana hvort hún fengi þá eitthvað hærra kaup í skúringunum, þar sem hún er sérmenntaður skúrari. Hún kvaðst nú ekki fá það, sagðist vera hjá svo slæmu stéttarfélagi (Eflingu). Svo lét hún fylgja viðbjóðslega sögu af því þegar hún vann sem heimilishjálp og hvernig hún var neydd til að fara daglega heim til manns sem kúkaði og pissaði allt út hjá sér, drakk kardimommudropa í heitu vatni og labbaði á glerbrotum. Henni fannst þetta hryllingur og það var ekki fyrr en hún eignaðist kærasta (115 kílóa) sem hún tók á sig rögg og sagði starfi sínu lausu. Hann var nefninlega víst svo hvetjandi fyrir hana. Sagði henni að svona mætti nú ekki látakomaframviðsig... og bað hana að setja upp kröfur, sem hún, veslíngs auminginn gerði. Og núna er hún að skúra á elliheimili. En sorglegt.

Í kjölfar sögunnar fór ég að hugsa hvað lífið getur verið ógeðslegt eitthvað (sjúkdómar, disfönksjónir og annað slíkt) og hvað það er gott að eiga sjálfsblekkingar og fíltera í handraðanum til að sogast ekki inn í svarthol...

Heyrði líka eina sæta sögu sem brasilísk hjúkka sagði mér. Hún kynntist manninum sínum á netinu. Hann sagðist vera á Íslandi og hún hélt að hann væri að djóka. Í fjóra mánuði áttu þau bull samtöl þar sem hún spurði hvort hann væri búinn að fá kauphækkun hjá jólasveininum og svona... svo á endanum áttaði hún sig á því að þetta var ekkert grín. Maðurinn var raunverulega á Íslandi. Eftir miklar og langar bréfaskriftir kom hann í heimsókn til Brasilíu og ástin fór að vaxa. Hún kom hingað, fékk leyfi til að starfa sem hjúkka og þegar hann vissi að hún hafði fengið leyfið þá stútfyllti hann íbúðina af blómum og sagði við hana einlægur og ákveðinn
Nú er ekkert sem kemur í veg fyrir að þú gangir að eiga mig!
Svo giftist hún honum og er greinilega rosalega skotin þó að þau tali hvorugt neitt sérstaklega góða ensku. Í dag eru víst komin þrjú ár frá því að hann poppaði upp á img. Ha? Merkilegt!