Ég er að reyna að blogga mig niður eftir að hafa farið í afmæli, leyfar af matarboði og á Ölstofuna.
Á Ölstofunni er hlutfallslega alveg rosalega mikið af körlum. Körlum í dökkum fötum. Bara örfáar stelpur og konur. Þannig að þar er sannarlega hægt að nýta sér lögmálið um framboð og eftirspurn ef ykkur (stelpur) skyldi langa í smá útsí gútsí, íú, íú, get dán túnægt, get dán túnægt...
Athugið samt að meðalaldurinn þarna er svona þrjátíu og fimm, þannig að ef það eru stinnir, óþroskaðir ávextir sem bráðna betur á ykkar tungu þá skuluði leita eitthvað annað. Ölstofu karlarnir eru flestir fráskildir; álíta sig stórgáfuð mikilmenni, drekka aðeins of mikið og ráfa um með stóran bjór í annari og leit að lífsfyllingu með hinni.
Þeir hafa það þó með sér blessaðir að vera fráskildir og hafa, með því og aldrinum, vonandi öðlast snefil af þroska og fengið smá útsí gútsí uppeldi af þessum fyrrverandi... sem nýtist þér þá í... ahemm... þú veist...
-Eins dauði er annars brauð. Eins dömp er annars hömp.
sunnudagur, desember 14, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|