Í dag hitti ég konu sem sagðist hafa misst 15 kíló við að vinna á Kárahnjúkavirkjun:
"Við vorum þarna, þrjár konur og fimmhundruð karlmenn þannig að þú skilur að maður fékk vægast sagt mikla athygli. Ég fór úr sjötíu og fimm kílóum í tæp sextíu. Það var ekki annað hægt"
"Þannig að þitt megrunarráð er að skella sér til Impreglíó á hnjúkana?"
"Já, algerlega! Það getur ekki klikkað!"
miðvikudagur, desember 17, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|