miðvikudagur, desember 17, 2003

Í dag er með svo mikið ógeð á ógeðsvinnunni að það nær ekki nokkurri átt. Hint - VESSAR! Hljóp þrisvar fram á gang, kúgaðist og fékk tár í augun. Er Lady by nature. Skil ekki hvað ég var að flækjast þarna inn í upphafi. Líklegast af því þetta er í næsta húsi við mig og þurfti sem frílansari garanterað kaup. Allavega, í dag langaði mig til að vera vélmenni sem vinnur í vélmennaverksmiðju. Áttaði mig ekki á öllum þessum vessum þegar ég kom mér út í þetta.
Sem betur fer hætti ég eftir viku. Þetta er komið gott af ógeði í bili og vondum vinnu flassbökkum.
Fjórir eða fimm mánuðir og ég hleyp á harðaspretti úr "útrýmingarbúðunum/dópistagreninu" (eins og Eiki Örn lýsti öðru elliheimili hér í borg).
Í janúar geri ég bara það sem er skemmtilegt.
Allt annað er bannað.
Lífið er of stutt til að staldra lengi við það sem manni þykir erfitt eða leiðinlegt. Heyriru það!?