laugardagur, nóvember 01, 2003

Í dag hitti ég íslending sem fór ein áramótin til Árósa. Hann sagði að þetta hefði strækað hann eitthvað svo sterkt; Ár-ós, Ár-ósar, Ár-hús... og til að gera nú einu sinni eitthvað "rétt", flaug hann til Ár-ósa til að fagna Ára-mótum.

Því miður var þetta ekki ferð sem fyllti upp í fyrirheitin og hann kvaðst hafa upplifað ein ömurlegustu ár-a-mót ævi sinnar.
Eftir allskonar brambolt í Ár-ósum endaði hann inn á sjúskuðum grænlendingabar þar sem á móti honum tók grænlensk kona sem bauð hann velkominn með blíðu sinni. Þar sem maðurinn var og er hommi, sagðist hann ekki hafa tekið tilboðinu...að auki var hún víst mjög ógirnileg (sem útilokaði gagnkynhneigða tilraunastarfssemi).... ekki bara af því grænlenskar konur eru oft mjög ósexý heldur líka vegna þess að það var nýbúið að skera af henni hægra eyrað.
En athugull benti hann drykkjufélögum sínum á að biðja um afslátt af munnmökum með henni þar sem það væri bara eitt eyra að halda sér í og því erfiðara að halda jafnvægi og þar með gleyma sér í lostanum.
Finnstðér iddiggi ógisslegt?!

Það sem er að frétta af þessum manni í dag er að hann er algerlega búinn að ná áttum í lífinu. Hættur að drekka og dúxaði um daginn í skólanum sem hann er í. Allar ranghugmyndir um áramótadjamm eru komnar veg allrar veraldar og hann gerir bara eins og KK, tekur einn dag í einu.