ahh ahhh ahhhhh... ég var að borða sjúúúklega góðan kjúklingarétt.
Gerðu svona:
Keyptu 2 bringur, sólþurrkaða tómata, rjómaost með sólþurrkuðum tómötum og pestó.
Klíndu ostinum á helming bringunnar í stórri klessu. Saxaðu einn sólþurrkaðan tómat og settu á ostinn. Klíndu smá pestó á þetta líka og lokaðu svo bringunni með tannstöngli. Helltu aðeins af olíunni úr tómatakrukkunni á kjúklinginn, láttu þetta inn í ofn í eldföstu móti á 180 og lofaðu þessu að bakast í svona 25-30 mín. Mundu að hella safanum sem myndast á botni mótsins svona tvisvar svo að kjullinn þorni ekki.
Svo má gera ostasósu úr restinni en það gerir maður með því að setja smá mjólk í pott og henda svo osti út í. Afganginum af rjómaostinum og svo bara þeim osti sem er inni í ísskáp. Hræra með gaffli og passa
að það sjóði ekkert brjálæðingslega. Þegar allt er reddí er kjörið að hella sósunni yfir bringuna en mundu að taka stöngulinn úr.
Með þessu er gott að borða hvað sem er, en gott brauð og brún hrísgrjón eða steiktar/bakaðar kartöflur og nett salat virka best fyrir mig. Mér finnst líka geggjað að steikja tómata í hvítlauk og basil kryddi og láta þá bara í skál. Passa sig bara að steikja ekki of mikið.
Þessi matur er DÁSAMLEGUR og það er ótrúlega auðvelt að gera þetta. Prófaðu endilega!
föstudagur, nóvember 28, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|