Það eru nokkrar hugsanir sem koma mér alltaf til að brosa og þetta er ein...
Þið vitið hvernig hundar í sveitum elta stundum bílinn manns, eða hlaupa eins og brjálæðingar með honum þar til þeir geta ekki meira.
Hvað ef bændur myndu gera það?
Þú kemur keyrandi inn í Vatnsdalinn...Allt í einu poppar bóndi upp úr skurði og alveg sviplaus tekur hann á rás og hleypur á fleygiferð eftir veginum... svo hratt að hann fer næstum úr fókus, en allan tímann mjög beinn í baki og einbeittur enda hafa forfeður hans stundað þetta síðan bíllinn var fundinn upp og þetta er metnaðarfull íþrótt.
Þegar þú nálgast herðir hann hlaupið og þegar hann hleypur alveg samhliða bílnum þá starir hann inn um hliðarrúðuna, rauður í kinnum með áköfu en alvarlegu augnarráði.
Þú hristir hann af þér og horfir á hann missa móðinn í baksýnisspegilnum.
... keyrir áfram og kemur fljótlega að næsta bæ. Í fjarska sérðu bónda sinna störfum á túninu undir fjallinu.
Þegar hann kemur auga á bílinn stöðvar hann traktorinn og flýýýýýýgurrrrr af stað niður túnið, fyrst hægt en svo hraðar og hraðar.....
... svo getur maður líka séð beljur gera þetta...
sunnudagur, október 26, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|