mánudagur, október 27, 2003

Annað sem mér finnst alltaf fyndið að hugsa um er ef karlmenn myndu ALLTAF fara úr að ofan þegar þeim væri heitt.

T.d í röð í bankanum. Bara úr jakkanum, klemma hann á milli hjánna, fara svo úr peysunni og bolnum bæði í einu. "Úff mér er eitthvað svo heitt," horfir á fólkið í næstu röð... "Er ykkur ekkert heitt?"

Á þingpalli að halda ræðu. "...og ef það kemst ekki fljótlega jöfnuður á í hagkerfi þessa samfélags.... bíðiði aðeins.... (fer úr jakkanum, losar bindið og klæðir sig úr skyrtunni)... þá á fjárhagur þessa lands eftir að stefna í óefni og verðbólgan á aftur eftir að...."

Eða í fjölskylduboði hjá tengdó. Á Sunnudegi kl 3. með vöfflur og svona inni í stofu að tala við einhverja kalla.

"Vá, er ykkur ekkert heitt!?" Leggur frá sér vöfflu diskinn og kaffið, fer úr, tekur diskinn aftur, fær sér slummu... "Rosalega kynda þau maður!"....