Vá, ég var á smá fundi á kaffihúsi áðan og eftir fundinn hitti ég gaur sem ég kannast bara aðeins við. Hann gersamlega hellti sér yfir mig með mikilli orðræðu og kúplaði svo yfir í fjórða með því að segja mér að hann væri nú skilinn fyrir mánuði síðan og væri heldur betur ekki sáttur við lífið eins og það gengur fyrir sig í dag. Jók hraðann í 90 og sagði að fólk væri bara endalaust að skilja eftir að börnin fæðast, hann skuldar eina og hálfa í meðlög með fyrra barninu og svo framvegis og svo framvegis... Þetta væri bara eitthvað sér íslenskt fyrirbæri og að fólk nennti ekkert að leggja á sig og þetta væri bara ekkert kúl. Ég rétt náði að pota inn... "Tjah, fólk er nú líka ógeðslega mikið alltaf að flýta sér að byrja saman og flytja inn og svona"... og þá sagði hann að það væri nú ekki afsökun fyrir því hvað það væri fljótt að hætta saman aftur. Svo fórum við út á stétt og hann beið eftir leigubíl. Sagðist vera að fara að halda matarboð um kvöldið og svo væri hann að fara á deit. Ég flissaði og sagði "Uh, þú ert ekki lengi að þessu" og hann... "Nei, maður hættir nú ekkert að lifa!"
tíhíhí
fimmtudagur, júlí 31, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|