Rosalega væri gaman ef það kæmi bara frekar stórt gat á ósónlagið og Ísland yrði bara að svona lítilli heitri eyju og hér færu að vaxa allskonar skrítin blóm og tré og allir væru alltaf berir að ofan að flauta lagstúfa og mála húsin sín og engum væri kalt og við yrðum öll opnari og hressari og færum meira að klappa hvort öðru á bakið og sætum alltaf úti að borða matinn okkar og grænmetið yrði rosalega gott og sumarið yrði alveg fáránlega gróðursælt af því það yrði 25 stiga hiti á nóttunni líka og þá væru miklu fleiri ferðamenn hérna og þeir færu líka úr að ofan og það væri líka opið í sundi fram á nótt og á veturna myndu vaxa enn skrítnari næturjurtir í hitanum og barnabörnin mín yrðu löt og við værum alltaf í skrúðgöngum eins og spánverjar og gætum synt í sjónum.
miðvikudagur, júlí 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|