miðvikudagur, júlí 30, 2003

Jæja, ég fékk bónorð áðan. Kunningi minn bað mig að giftast sér af því hann og einhverjir tappar sem hann þekkir voru að þræta um það hver yrði fyrstur til að giftast. Kunninginn á reyndar kærustu en hún vill víst ekki giftast honum. Þá er ég bara spurð! Ég spurði hann hvort kærastan yrði ekki fúl og jú, hann sagðist halda það....
Ég væri reyndar alveg til í að giftast svona upp á djókið, og skilja svo stuttu síðar. Það væri gaman að setja met í giftingum eins og margar glamúr pussur í Hollywood gera. Liz Taylor, Za Za Gabor o.fl. Pia Zadora gekk í það heilaga oftar en 5 sinnum en hún passaði sig líka alltaf að giftast rosalega ríkum gaurum.
Í dag býr hún í húsi í Beverly Hills sem lýtur út eins og rjómaterta. Gersamlega hæfileikalaus manneskjan. Hún er svona eins og Amerísk Samantha Fox. Hálfgert cult icon.

Gaurinn sem bað mín á reyndar ekki bót fyrir boruna á sér frekar en flestir eyjarskeggjar þannig að það yrði ekkert svona að hafa upp úr þessu hjónabandi. Ég held að ég skippi... Reyni frekar við manninn sem á Nóa Siríus, giftist honum og ét síðan svo mikið súkkulaði að ég verði svo feit að hann vill mig ekki lengur og þá fer ég bara í þarmastyttingu og segi ha ha! Þarna gabbaði ég þig!