mánudagur, júlí 14, 2003

Ó jaaáááá... ég fór til spákonu hérna í NY sem sagði mér að það væri á mér bölvun sem hefði í raun verið lögð á mömmu þegar ég var í móðurkviði og þessvegna hefði hún farið á mig. Svo vildi hún 200 dollara til að ná henni af mér. Þetta gerðist líka þegar ég var í LA. Þá fékk ég sömu spána og varð heldur áhyggjufull... en svik komast upp um síðir. Það var gott að þessi sagði það sama því hennar vegna lagðist ég í grúsk.
Spákonur hérna eru margar vondar og gera ljóta hluti til að ná peningum af fólki. Ég fór á netið og sló inn leitarorðunum curse, scam, psychic og mother og fann út að þetta er bara ein standard bölvun hjá þeim. Þetta eru nú meiri ógeðin.