fimmtudagur, júlí 17, 2003

Jó jó jó... Ég er komin frá Brooklyn New York... komin heim. Sit við skrifborðið mitt og er með jet lag. Það er ekki gaman að vera með jet lag en það hættir bráðum. Mér var sagt að það taki einn dag að komast yfir hvern klukkutíma þannig að fyrst New York er 4 tímum á eftir okkur þá tekur það mig fjóra daga að verða eðlileg aftur, ef það er þá eitthvað til sem heitir að vera eðlileg.

Flugið gekk rosalega hratt og allt var í góðu. Ég fékk meira að segja sæti við útganginn en hefði alveg viljað vera aðeins framar. Það var ekki gaman að sjá allt fólkið fara að pissa. Einar Snorri, nágranni Orra frænda sat nálægt mér í vélinni. Sá fannst mér frekar fyndinn. Hann fékk far heim með okkur afa í Linkoninum. Afi lét reyndar eins og asni þegar skottið bilaði. Hann gat ekki lokað því og snappaði hálfpartinn af æsingi og frústrasjón. Ætlaði fyrst að keyra í bæinn með opið skott en Einar gat fundið spotta og batt skottið niður.

Á þriðjudagskvöldið fór ég í New Yorkst karaoke sem var ótrúlega skemmtilegt og fínt. Ég tók nokkur lög. Standardinn minn These boots are made for Walkin, en svo prófaði ég Take me with you með Prince og Space Oddity og vakti mikla lukku viðstaddra. Það er gaman að vera karaoke stjarna. Ég væri til í að vera það þegar ég verð gömul. Hanga bara á karaoke búllunni og syngja. Hún Liz sem fór með mig á þennan stað var algjör karaoke snillingur. Hún tók Cold as Ice með Foreigner og Laura tók Cryin með Roy Orbinson... Það er ekki nógu góður karaoke markaður í Reykjavík í dag. Mér finnst að það mætti vera betri karaoke staður hérna með góðum kynni sem kynnir alla sem stíga á stokk og lögin sem þeir taka. Svo mætti vera diskó kúla og pappa hljóðfæri þannig að maður gæti líka haft feik hljómsveit fyrir þá sem þora ekki að syngja. Núna dreymir mig um að geta tekið Two out of three aint bad með Meat Loaf. Það finnst mér alveg meiriháttar lag... og hvað þá í karaoke.