mánudagur, júlí 14, 2003

Já, einhver undir nafninu Raggi spurði hvort ég væri rugluð þegar ég sagðist vera heppin með líf... en sko... Það sem ég var að meina, var þetta... að ég held að allir verði að fá sinn skerf af vandræðum í lífinu. Það er bara þannig. Það er ekki hægt að vera alltaf endalaust heppin og farsæl. Kannski er ég pessimisti og neikvæð en það verður bara að hafa það.
Sumir eru heppnir með æsku og allt gengur eins og í sögu, svo þegar fólkið er fimmtugt þá fer allt að ganga á afturfótunum... Svo eru aðrir sem eru óheppnir með æsku en þegar það fólk fer að mjakast inn á fullorðinsárin þá fer allt að ganga betur. Góð tækifæri og góðir hlutir koma til þess og lífið gengur vel.

Jú nó vott æ mín?

Ég er forlaga eða örlagatrúar en ég trúi líka á frumkvæði, almenna skynsemi og ábyrgð. Þetta er svona góð blanda af báðu. Málið er bara að því eldri sem ég verð og hef meira að baki... þá sé ég alltaf svo margt sem gæti varla hafa verið tilviljun. Það er gaman að þessu.

Svo að Raggi minn. Svarið við spurningunni er Já, ég er að mörgu leiti helvíti rugluð... en ég er ekkert að rugla þegar ég segist hafa verið heppin með líf. Fyrri helmingurinn sökkaði reyndar frekar mikið, en þessi seinni er alltaf að verða skemmtilegri og skemmtilegri. Só þer jú hev it.