Ungfrúin hemur sig
...og viti menn. Ég er hætt við að fara til New York í desember og búin að ákveða að flytja sjálf inn í litlu sætu holuna mína í vikunni. Ástæðan er sú að ég er búin að sofa í 11 rúmum á þessu ári:
Mínu þar sem ég bjó á Ránargötu
W hótelinu á Union Sq Manhattan
Pasific Palisades/Santa Monica
Marriot hótelinu Santa Barbara
Pasific heights/San Fransisco
Echo Park/LA
Laurel Canyon/Hollywood
Hollywood Hills/Hollywood
Malibu road/Malibu
Brooklyn/New York
...og svo þar sem ég bý núna. Wessæææddd! Með því að flytja aftur í íbúðina mína þá kemst í upp í 12. Tatarakona.
Ég meikaði allt í einu ekki meira flakk og dramatískar lífsreynslur....svo finnst mér ég heldur ekki kominn með nógan pening. Ég byrjaði markvisst að flakka um síðustu jól og var á flakki fram í júní. Þegar ég lýt um öxl þá held ég að ég hafi bara rétt svo lent í síðasta mánuði. Þá var planið að hendast út aftur, en hingað og ekki lengra sagði kerlingin og kastaði sér inn um gluggann eins og skæruliði. Nú er tími á smá pásu. Slípa öxulinn og safna almenninlegri orku. Take a chill pill Bill. Því mun ég taka svipaðan kúrs í Háskólanum og fara svo kannski bara út í mars eða eitthvað, þegar ég er búin að synda slatta í sundhöllinni og vinna mér inn fleiri banana. Ég er allavega með visa í USA þangað til 2007 þannig að þetta er ekkert stress. Búin að ákveða að fá mér gullfiska í tilefni flutnings og ætla að halda innflutnings boð. (Inn-flut-ings. Ætli þessi sem á Nings hafi fengið nafnið svona?).
Það er reyndar frekar skrítið að hafa verið föst á þessu í langann tíma og skipta svo allt í einu um skoðun, en hvað um það. Maður á að hlusta á skrokkinn líka og ekki gera hlutina gegn því sem innaníið segir manni.
Jeminn... ég var að haleljúja Nick Cave og svo heyri ég það í fréttum að hann sé að fara að koma til okkar. Fjallið til Múhammeðs!!! Eins og þegar Mick Jagger var að hjóla á Ísafirði. Algjört grín. Ísafjarðar frúin var að drekka kaffið sitt og góna út um eldhúsgluggann þegar hún sá allt í einu einhvern skrítinn listamannslegan gaur á hjóli. Og hún... pollróleg; er ittiggiann Mikk Djagger? Hah. Eins og þegar ég hitti Monicu Lewinsky;... bíddu, djöfull kannast ég við hana. Jaaaááá´, þetteressi sem saug spenann á Clit'on...
Ég kippti mér ekki mikið upp við það, en ég þurfti hinsvegar virkilega á kúlinu að halda þegar Evan McGregor settist við hliðina á Tótu, mér og Gneu þar sem við vorum að sötra kaffi á Fred Segal í Hollywood. Ég var nýbúin að horfa á Trainspotting kvöldið áður og var mjög upptekin af því hvað mér finnst hann sexý þegar mann gúrkan kemur bara labbandi með kærustunni sinni og litla krílinu. Hann var með sixpensara og reykti eins og strompur. Við hættum að pæla í honum eftir smá stund, eða þar til hann fór að klappa hundinum hennar Tótu. Ég sá svo mikð af leikurum og svona í LA. Merkilegast fannst mér að bömpa inn í Vincent Gallo, Evan og Harvey Keitel. Af því mér finnast þeir smart, en að hitta einhverja ósmarta seleba finnst mér ekkert merkilegt. Það kúka allir eins og Hjödda segir. En þegar ég lýt upp til fólks fyrir aldur og fyrri störf, þá bara verð ég kjaftstopp og feimin og linast öll upp.
Einusinni bauðst mér að hitta uppáhalds ljóðskáldið mitt hann Ivor Cutler.... "Since the acceptance of bacteria as a life form, bacteria bridge clubs have sprung up all over... A whole tournament can be over in one tenth of a second: you should see them deal."....en ég meikaði það ekki af því þá myndi hann ekki lengur vera goð. Goð eru í upphæðum og Valhöll og á Ólympus. Við hin erum hérna, fyrir framan tölvurnar. Goð eiga bara að fá að vera goð og ef maður er svo heppin að eiga goð, þá er um að gera að leyfa því að vera það áfram. Hvern langar að hitta goð sem gerir eitthvað taktlaust og dónalegt kannski og hættir bara að vera goð. Það er svo sorglegt.
Goða soð á dósum.
smelltu hér til að sjá teiknimyndaljóðavesen eftir Ivor og þegar þú ferð inn á síðuna, smelltu þá á örina í boxinu fyrir ofan myndina, ekki á nafnið hans.
svona lýtur hann út krúttið a'tarna og hér er brot úr prósa eða texta eftir hann. Annars hefur hann gefið rosalega mikið út á diskum þar sem hann les sjálfur upp og spilar á loftknúið orgel með pedala.
Fænallí:
Ég hef myndað mér neikvæða skoðun á rithöfundinum Stefáni Mána út frá myndum sem ég hef séð af honum í blöðum. Það er eitthvað við broslaust andlitið, vatnsgreidda afturábaksleikta hárið, rúllukragapeysuna og brúna leðurjakkann. Það er eins og hann hafi séð mynd af rithöfundi í bók (eða af Magnúsi Magnússyni "Mastermind") og ákveðið að svona ættu menn eins og hann að lýta út. Virðulegir rithöfundar. Opp jor ees man! Í hverju einasta viðtali sem er tekið við hann segir hann "Biblían er stórmerkileg bók". Ekki það að hún sé það ekki. Það er bara svo lúðalegt að sjá mann eins og hann, sem er einn af þeim sem reynir að líta út fyrir að vera eldri en hann er, segja svona lagað. Bjakk!
miðvikudagur, nóvember 06, 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|