fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Fuck me og fuck you skór

Þegar ég var barn las ég a.m.k. fimm bækur á viku. Það var fastur liður hjá mér að fara á bókasafn Kópavogs á hverjum föstudegi og ná mér bækur sem oftast urðu fimm.
Ég var með fastar reglur: Aldrei að lesa stelpubækur, "Fimm" bækur (fimm á ævintýraeyju e.t.c.) eða aðrar bókaseríur ætlaðar börnum. Ég frábauð mér að lesa ógeð eins og Nansý trúlofast, Sigga fer í sveit og þannig rusl, las þess í stað sjálfstæðar skáldsögur ætlaðar börnum og mjakaði mér upp í fullorðinsbækur þegar ég var svona 9-10 ára. Barn náttúrunnar var fyrsta fullorðins afrekið held ég.

The Exorcist las ég þegar ég var ellefu ára. Mér varð oft flökurt við lesturinn. Sat bara ljósgræn í framan eins og Linda Blair og færði galopinn augun frá vinstri til hægri. Ég held að bókin hafi verið kölluð Særingarmaðurinn á Íslenzku. Það er ekki gott að vera ellefu ára þegar maður les Særingarmanninn. Maður er rétt á frumstigi kynþroskans og er að lesa um einhverja fjórtán ára sem er helsetinn djöflinum og fróar sér frussandi á krossi.
Eftir Exorcist og upp úr 13-14 ára skeiðinu tók við ákafur lestur blaða sem heita Sönn Sakamál, eða hétu -ég veit ekki hvort þetta kemur út ennþá. Í sönnum sakamálum las ég um grótesk morð og lausnir þeirra. Eftir að hafa skólfað í gegnum svona 150 blöð hefði ég örugglega getað framið hinn fullkomna glæp. Satt best að segja hvarflaði það að mér að myrða ófríðu fituhlussurnar og vitlausu stelpurnar sem lögðu mig í einelti. Kollu og hinar sem píndu mig og Möggu Einars og spiluðu blak á víxl. Þær völdu mig alltaf síðast í liðið...skiljanlega reyndar...Blak er bölvun var mottóið mitt og ég kom aldrei með leikfimisföt.... En þær lifa víst enn. Feitari og agressívari en nokkrusinni fyrr. Reyndar komst ég líka í Tígulgosann, Samúel, Sjafnaryndi og einhverjar poketbækur með orðum eins og víbrador og orgía og fleiri orðum sem sátu í vitundinni og gáfu mér furðulegan óskiljanlegan hroll þegar ég hugsaði til þeirra. Aðallega vegna þess að ég vissi EKKERT hvað þau þýddu en grunurinn um að þessi orð tengdust verulega forboðnum leikjum fullorðinna gáfu mér sömu tilfinningu og Grimms ævintýri. -Skrítið huh? Er ég stórskemmd eftir þetta? Já. Alveg í klessu.

Þegar ég var 12 ára var fjárfest í videotæki á stærð við kommóðu og þar með lauk lestrinum.

Heyrðu nú er Sigurrós að syngja þetta asnalega mál sitt. Þetta er svona Nell mál, eins og í myndinni Nell með Jodie Foster. Gísli á Uppsölum eitthvað... Eða svona eins og mongólítar tala þegar þeir eru æstir.
Hvað eru þessir strákar að spá?
Er málið okkar ekki nógu gott? Jæja... kannski venst þetta? Það er allavega gott að vakna við Sigurrós.

Það er verið að spila KD Lang í útvarpinu. Hún er ekkert smá flott söngkona. Hefur einhvernvegin ekki náð almennilegum vinsældum hér en er rosa vinsæl í USA, enda er þetta hálfgert kántrí hjá henni.

Krummi litli, rúmmeitið mitt kom með flottasta diss sem ég hef heyrt lengi: "Ekki einusinni þó að mannýgt naut með klamedíu eftir Steingrím Njálsson myndi míga yfir hann"....og hún sagði þetta mjög eðliega og afslappað, enda er hún úr sveit.
Svo sá ég aðra pælingu á negrafemínista síðunni STANK og hún var Fuck you og Fuck me skór. Fuck you skór eru Dr. Martins og samskonar þægilegheit, Fuck me skór eru háir hælar eða eitthvað pinnahæladæmi.
Sjálf nota ég tvenn skópör. Annarsvegar Dr. Martins og hinsvegar bítnikk skó sem eru svona einskonar Kinks skór. Stundum fæ ég móral yfir því að vera ekki hégómagjarnari.
Ætli Kinks skórnir séu ekki Fuck me skórnir mínir?

Hvaða hljómsveit myndi troða upp í Fuck me skónum þínum ? Hahaha...

Fóstruskór...Coldplay... sénsinn!
Gróf bikerstígvél með silgjum... Rammstein... ewwww... kemst ég heil heim?
Strigaskór... Jump, Jump!!! Kriss Kross will make you!...neeeii...
Kúrekastígvél....snakeskin.... KD Lang/Chris Isaac Já takk.

Gaman að pæla í þessu.