laugardagur, nóvember 09, 2002

Síðasta vaktin á death row í bili. Sjálfhverft rafröfl á 21. öldinni.

Gnea Gunn er skemmtileg og nú er hún bomm. Við kynntumst fjórtán ára á Matstofunni sem var spilasalur við Hlemm.

Spiluðum Galaxy og Pacman.

Stunduðum allskonar glæpi (aðallega ég samt) og það var alltaf verið að láta okkur í ströff í Hagaskóla fyrir það eitt að fara eigin leiðir. Best var þegar maður var látin hanga á bókasafninu í viku og skrifa ritgerðir. Mjög fínt straff. Eða þegar maður mátti ekki mæta í skólann.... ennþá betra...

Kennara krílin þoldu mig aldrei af því ég ybbaði svo mikinn gogg eins og það er kallað...hafa skoðun, vera með attitjúd, viðmóts vanda. Það hefur örugglega lika verið óþolandi fyrir greyin að láta mig ögra sér í tíma og ótíma. Sjáflskipaður verndari persónulegs réttar unglinga til að gera það sem þeim sýnist... leiðtogi "Kúkum á kerfið" stefnu þessa árgangs.
Einhver verður jú að taka þetta að sér.

...og talandi um "Kerfið"... er búin að hugsa mikið um "Kerfið" undanfarna mánuði. Reyndar er caos vs. order búið að vera pælingarþema í mörg ár. Subjective vs. objective. Dúalismi.

Dúa í dúalismanum og dáleiði dúfur með dún.

Djúpspaki ættinginn Jónas talaði um að annaðhvort sé fólk guðs eða efnishyggjumanneskjur. Það er flókið að vera þar á milli. (samanber myndin Signs).
Þegar hvorutveggja er tekið af fólki þá hrynur allt. Sjá -Sovét. Það er eitthvað til í þessu. Einhver hlýtur mótivasjónin að verða að vera. Við virðumst allavega vera með einhverja vitund sem maurar hafa ekki og þar af leiðandi gengur ekki fyrir okkur að tifa bara áfram eins og vísar á sekúndumælum.
Það er alltaf eitthvað sem knýr og ef það er ekki þá er skepnan bara eitthvað sálarlaust kvikyndi
...eins og aukaleikari í Thriller videóinu.

Jæja... það er byrjuð alkóhólistamynd í sjónvarpinu. Ætla að hvíla mig fyrir framan kassann. Væla og svona. Borða brauðtertu og drekka djús eins og Bónus kelling. Verst að hafa engann með mér á sófanum til að plokka lús. Stundum er frekar einmanalegt að hanga hérna og ekki fer ég að drösla einhverju gamalmenninu fram til að glápa með mér... neeeeiiii, þá yrði maður bara rekinn!.
...Það kom reyndar einn agalega krúttlegur fram áðan. Hann er nýfluttur hingað og ráfaði um, rosalega vel girtur í náttfötunum sínum og í krummafót. Var að leita að klóinu en fattaði ekki að það er inni á herbergi hjá honum... ahhhh... sæti kall...