Hvað haldiði!? Kallarnir á áfangaheimilinu hérna við hliðina á mér voru að bora áðan!!
En sem betur fer voru þeir ekki að bora neitt rosalega lengi. Bara smá. Hvað er þetta með karlmenn og borvélar? Ekki þekki ég neinar konur sem bora svona mikið. Er þetta kannski eitthvað tippa dæmi? Kannski byrja karlar að bora svona mikið þegar þeir fá ekkert útsí gútsí? Eins og konur fríka út og byrja að sparka í þvottavélar þegar þær fá ekkert útsí gútsí, eða þá að þær fara að þvo alveg rosalega mikið. Ég þekki nokkrar einstæðar mæður sem þvo alveg óeðlilega mikinn þvott. Ég held að það sé eitthvað samhengi þarna á milli.
Þetta hefur verið afspyrnu viðburðalaus dagur, enda vaknaði ég seint og er núna að fara að redda smókíng á Sigurjón, svo verður farið í myndatökurnar á morgun.
Í gærkvöldi hékk ég í símanum og horfði á stand öp á BBC Prime. Gott mál þetta fjölvarp. Kostar bara 1.700 á mánuði og maður fær endalaust að fræðast og góna. Þegar ég var búin að horfa á stand öppið stóð valið um Zulu bardagamenn á National Geographic eða þátt um Cesar á BBC. Ég fór bara í símann. Hefði samt frekar horft á Zulu kallana en Cesar. Komin með nóg af þessu rómverska dæmi.
...Svo kom ruglað amerískt klám í sjónvarpið og ég varð rosa hissa, hef aldrei séð svona áður í íslensku sjónvarpi.
Í Danmörku eru svona pornó stöðvar ókeypis og allir geta horft á þetta sér til skemmtunar, svo lengi sem þeir eru vakandi á þeim tíma sem þetta er sýnt. Pornó er búið að vera löglegt í DK síðan 1968 og danir alveg óhemju afslappaðir kynferðislega. Stundum aðeins of af því það eru t.d. klámblöð í sjoppum og þeim er stillt upp fyrir framan kassann beint í augnhæð 4-9 ára einstaklinga. Kannski óþarfi.... Það sem kom mér mest á óvart þegar ég bjó þar var að sjá stelpur berar að ofan í sólbaði í KIRKJUGÖRÐUM. Það var mjög fríkað. En samt sem áður frekar fallegt einhvernveginn.
Á abstrakt hátt.
Tíbetar búa víst til börn í kirkjugörðum þegar svo ber undir. Kúl að vera getin í kirkjugarði.
Ég var getin í eldhúsi á Hellu... hella/eldhús. Það er eitthvað við þetta líka.
Ég var bökuð...
miðvikudagur, nóvember 13, 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|