fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Ok. Ég var kynferðislega áreitt í vinnunni áðan.
Er hérna á einni næturvakt (smá auka) og það er kominn gamall kall inn á herbergið þar sem annar dó fyrir 10 dögum.
Þessi nýi er rosa gleyminn og ráfar margoft fram að leita að klóinu. Algjör gullfiskur. Svo kemur hann fram í þriðja skiptið í kvöld vel girtur í náttfötunum og berfættur.
Ég labba að honum og tek undir hendina á honum til að fylgja honum inn í herbergið hans sem samanstendur af svefnherbergi og klósetti.

Á leiðinni inn ganginn töluðum við saman og þetta er það sem okkur fór á milli:

M: Jæja karlinn minn, ertu að leita að klósettinu?
'O: Já, ég er víst eitthvað að ruglast.
M: 'A ég ekki bara að fylgja þér aftur inn til þín.
Ó: Jú, það væri gott.
M: Þú er náttúrlega bara nýfluttur. Það tekur tíma að átta sig á þessu.
Ó: Já, það er satt. Mikið er gott þegar þú heldur svona um handlegginn á mér.
M: Já, finnst þér það (hugsaði ég og hélt að hann fyndi kannski smá öryggistilfinningu.

Við nálgumst herbergið...

Ó: Það er eitt sem mig langar til að biðja þig um að gera fyrir mig.
M: Nú, hvað er það?
Ó: Mig langar til að biðja þig um að halda um böllinn á mér.
M: í diet sjokki Neeiii, það geri ég nú ekki!!.
Ó: Af hverju ekki? Það er nú ekki um mikið beðið.
M: Jú, það er það nú reyndar og þeeeeetta geri ég ekki, enda ekki í mínum verkahring.
Ó: Nú jæja.
M: Já, farðu bara undir sæng og reyndu að sofna.

...Síðan labba ég út , loka dyrunum alveg steinhissa og spring úr hlátri. Þetta er náttúrlega BARA fyndið! Maðurinn er eldri en elsta tréð í Síberíu og þokkalega til í allt og bjartsýnn þar að auki. Miði er möguleiki.... ha? . 'O mæ god!