miðvikudagur, nóvember 20, 2002

GUÐ MINN ALMÁTTUGUR!!!

Tók Popptíví af og setti kapalstöðina Skjá einn á og núna eru Stones að taka Angie og Jagger er svo hrokafullur og sexý að hann er bara eins og syngjandi tippi. Vá!

Ég á næstum því allar Stones plöturnar. Fékk þær 12 ára. Rolling Stones hafa mótað persónuleika minn og allt vegna þess að Dale frændi var heróínisti sem varð að kikka habitinu og kom frá NY til RVK til að vinna á verkstæði. Hann varð náttúrulega bara alki í staðinn og einhverntíman þegar hann vantaði pening þá áhafnaði hann múttu safninu og ég varð sú sem setti nálina á vínilinn og nálin mjakaðist eftir rákinni og mótaði andann.

Ahhhhhhh..... núna er ég glöð. Maður er svo viðkvæmur svona á morgnanna þegar vaktin er að verða búin. Þá skipta öll hljóð svo miklu máli.

Þess má geta að Dale dó. Hann eignaðist konu sem hét Kristin og hún dó líka. Þau drukku yfir sig. Fluttu saman til NY aftur og þar bara drukku þau eins og svampar. Einn daginn drapst hún á sófanum for real og hann bara hélt áfram að djúsa. Vei. Svo daginn eftir þá var hún ekki vöknuð og hann eitthvað... döh.
Hún var bara dáinn...
Svo dó hann minna en mánuði síðar. Þau voru svo sannarlega ógæfufólk greyin. En ég á Sticky Fingers með rennulás, fyrstu útgáfu.

Eins áfengissýki er annars Stones.