föstudagur, nóvember 08, 2002

Ég sat á Hlemmi í morgun og beið eftir strætó. Þetta er magnaður staður. Ótrúlega póleraður og sjæní, hannaður af Hróbjarti Hróbjarsyni arkitekt sem hannaði m.a bílastæðahúsið á Hverfisgötu. Hann er rosalega hrifin af gulu. Inni á Hlemmi er mikil stemning. Mikið af furðulegu fólki sem gaman er að horfa á. Tveir karlar sátu á sitthvorum endanum á bekk og töluðu saman án þess að horfa á hvorn annann. Þeir horfðu bara framfyrir sig og töluðu mishratt. Voru örugglega að tala um sitthvorn hlutinn. Svo kom strákur með aflitað hár í allt of stórum mokkajakka sem hann hefur örugglega fengið lánaðan af einstæðri mömmu sinni og nokkrir tælenskir innflytjendur og bólugrafinn unglingur með vasadiskó og aulasvip og fitubolla í flíspeysu (hvað er þetta með fitubollur og flíspeysur?) Áfram Hlemmur!

Rosalega er Popptíví furðuleg sjónvarpsstöð. Það er bara hrúgað öllu þarna inn. Fyrst er rosa flott lag með Nirvana, svo kemur Mínus svo kemur allt í einu einhver svona sykursæt LA gelgja sem liggur jarmandi á grasbletti og fiðrildi fljúga upp úr hausnum á henni. Maður verður ruglaður af þessu.

...fiðrildi

Einu sinni var ég í Pyreneja fjöllum sem liggja á landamærum Frakklands og Spánar. Ótrúlegur staður! Fuglar og fiðrildi út um allt í öllum litum. Og svín, villisvín sem franskir millar skjóta til að ná sér niður á sínu innra svíni. Svo eru allskonar ávextir og grænmeti ofl. Magnað hippagrænmeti, gróðursett eftir stjörnukorti. Hipparnir, ein stelpa, tveir bræður og par, fluttu frá Amsterdam 69, upp í fjöllin og gróðursettu eins og mófóar (ekki bara grænmeti, nei, nei, þarna var heill fokking akur af þessu, þriggja metra hár).

Stelpan og bræðurnir voru líka par, eða tríó. Þau voru allavega öll saman sem heild (polygamy heitir þetta á fræðimáli) og hún eignaðist tvo syni með bræðrunum þannig að synirnir urðu bæði bræður -og frændur. Þegar þeir voru fimm og sjö dó annar pabbinn í bílslysi. Þau settu hann á pramma og létu allt uppáhalds dótið hans í kring, báru hann síðan sorgmædd niður í poggulítinn kirkjugarð. Hinn pabbinn missti hægri hendina í slysinu og upp úr því fór hann að mála með þeirri vinstri og rúlla sígarettur. Náði frekar langt sem málari. Kúl kall.

Ég held að ég hafi verið þarna í svona tvo mánuði (minnið frekar óljóst). Sum mómentin voru súrrealísk. Nakinn í ánni með kærastanum á hvítum hesti. Blá fiðrildi, vantaði ekkert nema Barry Manilow syngjandi á árbakkanum

Guð minn almáttugur! Þú verður að sjá smjörkúkinn á heimasíðunni hans Dr. Gunna. Þetta er ekkert lítið afvegaleiddur ungur maður. Orri frændi, svona getur þú orðið ef þú heldur áfram að kjósa alltaf hægri. Þetta er hættulegt. Þú verrrrður að passa þig! Þú ert meira að segja í innsta hring. Miiiiikil smithætta.

Þroski minn er byrjaður að heftast af því að vinna þessa næturvinnu. Ég missi af fokking öllu nema vinnu og aftur vinnu. Ég er ALLTAF að vinna. Ef ég er ekki hangandi hérna alla nóttina, að vinna við að passa sofandi höfuð og að skrifa eitthvað í blaðamennskunni, þá er ég að taka viðtöl úti í bæ eða að höstla eitthvað í því samhengi eða að dídjeiast á fornbúllunni tsvæ únd tsvænsigt. Fer að sofa níu á morgnanna og vakna klukkan fimm á daginn. Þetta er fáránlegt (þó að mér finnist gaman að fá útborgað). Sem betur fer fæ ég frí í viku í næstu viku og get flutt og stolið feitum gullfisk sem verður skýrður Kjáni. Ætli það sé hægt að stela fisk? (paufast með poka og háf, eitthvað að reyna að koma vatni í pokann, reyna að gera þetta undercover...)Planið er að hanga á fullu, höstla og hanga og synda og hlusta á diska og lesa og höstla og dansa og synda meira og reykja rettur og halda partý og hangsa og spila og dingla mér á dinglumdaglinu og hanga og hella uppá kaffi og hanga og horfa á myndir og syngja í karaoke og æfa mig í að sjúga á mér stórutána og ættleiða hval í síberíu og hanga meira og fara í klippingu og kaupa föt og fara í ljós og fá mér sílikon í varirnar og láta taka úr mér rifbein og táldraga síðan Davíð Oddson, þykjast ætla í þrísom með honum og smjörkúknum, láta þá taka "íkornann"... Hendum í hana köngli Davíð! ...á mig og láta Sigurjón Ragnar á Séð og Heyrt mynda pakkann... ahahha. Flott plan. Bösta þessa plebba!

Svo er frí í mánuð frá miðjum des og inn í miðjan jan. Þá erum við að tala um massívt hangs festival!! Miklu meira en þetta sem verður í næstu viku. Yeah!

Hey, ég minni á könnunina mína um hvort Herra Útlit 2002 sé hómó. 67% segja að hann sé það. Um að gera að kjósa! Næst reynum við að komast að því hvort Vala Matt sé karlmaður...