Það er bara tvennskonar fólk sem brosir mikið -þroskaheftir og virkilega, virkilega evil einstaklingar. Þetta sagði pabbi Pattíar og hann var eitthvað viðloðinn mafíuna. Ég reyni að brosa ekkert rosalega mikið, allavega ekki of. Ekki svona eins og ef ég væri evil eða þroskaheft.
Afi segir að það séu bara þroskaheftir og kommúnistar sem reykja. Þegar hann segir þroskaheftir þá á hann við fólk eins og einn hérna í vinnunni minni sem er skitsófrenískur. Ef honum væru ekki skammtaðar sígarettur þá myndi hann reykja og reykja og reykja og reykja og nota bara eina eldspítu yfir daginn, eða þessa sem hann kveikti í fyrstu sígarettunni með. Þegar hann situr þarna inni í reyk þá sýgur hann ALLT upp úr öskubakkanum. Gulir puttar og krabbamein út um allt!
Afi er ágætur. Hefur siglt um heimsins höf og man tímana tvenna. Í dag dundar hann sér við að gera upp bíla og fara til Spánar. Í bílskúrnum er rosalegur Lincoln Continental sem hann notar til að skutla ættingjum út á flugvöll. Hann eignaðist fimm erfingja með ömmu og það er elementið sem ég kalla fjölskyldu þar sem við ólumst öll meira og minna upp í kös af því mamma var ung þegar hún átti undirritaða. Ef þig langar að sjá splúnkunýjar myndir af þessari íðilfögru prótó og erkitýpísku stórmillistéttar familíu smelltu þá á þennan línk og taktu m.a eftir því hvað mamma sæta og Halla systir hennar eiga mikla lúkkalæk kalla. Þeir eru eiginlega eins. Hvað er það?
Þegar afi var ungur og fallegur þá rak hann skemmtistað sem hann kallaði Silfurtunglið (undirrituð er með djamm genið í blóðinu) og átti taminn hrafn sem sat á öxlinni á honum. Afi hefði ekkert átt að vera að gerast fjölskyldumaður. Hann hefur alltaf verið flakkari í eðli sínu og þegar ég var að fara til New York í fyrsta sinn þá æstist hann allur upp. Elskar New York en finnst leiðinlegt í Conneticut. Langafi minn, samt ekki pabbi afa heldur ömmu, hefði heldur ekki átt að reyna að gerast familí man. Hann eignaðist sjö krakka með langömmu, gafst upp, stakk af og fór á fullt í að stunda jóga og spila á hljóðfæri. Á hverju sumri, þar til hann varð sjötíuogeitthvað, hjólaði hann upp í Borgarfjörð á rauðu hjóli og svaf undir berum himni með teppi og kodda. Svo hjólaði hann til baka.
Ég er að reyna að leigja út íbúðina mína og á morgun kemur auglýsing í fréttablaðinu. Vonandi hringir eitthvað almenninlegt fólk í mig. Það er erfitt að finna góða leigjendur. Sumir eru eitthvað svo félagslega þroskaheftir. Borga ekki, reykja fimm pakka á dag, geyma óhreina tauið í bónuspoka, sjóða bjúgu og gellur og eru alltaf með partý... eitthvað þannig. Ég hef ekki efni á þessháttar einstaklingum, fólki sem brosir of mikið. Ef þú þekkir einhvern sem er að leita að 2 herb og brosir ekki of mikið, láttu þá manneskjuna bjalla i mig. Þetta er þessi á 101.
Að lokum... Hér er snilldar linkur á trúarbragða testerinn. Ég hef tekið þetta nokkrum sinnum og kem alltaf út sem gyðingur. Hvað get ég sagt?? Reyndar hafa nokkuð margir vinir mínir komið út með sömu niðurstöðu. Kannski erum við börn Abrahams? Kannski vorum við gyðingar In Exile sem héldu áfram að fara uppeftir þar til þeir fundu ísland? Smá mix á leiðinni,smá sveppir, smá kynlíf með keltum og smá gleymska. Pikkuðum upp germanska guði á leiðinni í gegnum þýskaland og þrömmuðum áfram. Hilmar Örn er reyndar með þessa samsæriskenningu. Ég veit ekki... hvað veit maður?
'Oh og eitt enn. Það gerist svolítið magnað 17-19 nóvember. Þá munu verða um 5000 stjörnuhröp á klukkustund!!!!. Þetta mun gerast á þriðjudegi en ég held að það verði vel þess virði að halda sér vakandi til að geta upplifað þetta. Munum það!
þriðjudagur, nóvember 05, 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|