miðvikudagur, júlí 13, 2005

Hjólhýsarusl

Gat nú skeð. Landinn að kaupa hjólhýsi í hrönnum. Svokölluð "trailer" hús sem dregin eru áfram af pallbílum.

Er fólk ekkert að átta sig á neinu hérna!? Er þessi harðfisksjaplandi smala og sjóaraþjóð algerlega klúless? Áttar fólk sig ekki á því að hvítt fólk sem á pallbíla og dregur á eftir sér hjólhýsi er kallað "Trailer trash" í fyrirheitna landinu?
Hvert stefnir þetta?

Er innri maður þjóðarsálarinnar smátt og smátt að koma út úr þokunni, ekki sem vitur og vel lesinn höfðingi í silkiskikkju, heldur síspikaður flíspeysueigandi á hjólhýsi með bjór, pizzu og pornóklæddann búttaðan ungling í kúlernum?

Þegar ég fór á uppfærsluna af Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu hér um árið var ég reið í marga daga á eftir.
Reið út í uppruna minn.
Reið yfir því hverslags rolur við erum hérna.
Kúgaðar upp til hópa (up to groups). Montandi okkur yfir einhverjum tveimur hræðum sem hafa þorað að vera sjálfsstæðar og taka sénsa en gerum svo ekkert í þá áttina sjálf. Söfnum bara skuldum til að ganga í augun á öðrum eins og einhver pimp í Manilla sem aka um á kadilakk en búa í pappakassa.
Liggjum undir kananum líkt og ömmurnar forðum og fáum sokkabuxur og sleikjó í staðinn. Hjólhýsi og pallbíla. Pornó, pizzur og flíspeysur. Það kæmi mér ekki á óvart að utanríkisráðherra myndi glaður eiga sína fyrstu samkynhneigðu reynslu með forseta BNA (þá væntanlega inni á klósti, á kóki) og fá í staðinn flottar sokkabuxur... eða flugvöll.

Ég er ekkert rosalega stolt af því að vera íslendingur. Held að það væri algerlega sama af hvaða þjóðerni ég væri þá myndi ég ekkert vera neitt rosalega stolt yfir því. Til hvers að vera stoltur af einhverju sem maður hefur ekkert að gera með? Stoltur dani. Stoltur kani. Stoltur bavíani. Slétt sama.
Er samt sátt við að hafa fæðst hérna af því það er heppilegt að fæðast í smáríki. En það hefði líka getað verið Mónakó eða Færeyjar. Mónakó hefði reyndar verið betra.
Það er svona meira ég... Snekkjur og kórónur. Ekki roð, pulsur og pallbílar. Nei takk.