sunnudagur, mars 22, 2009

Sunnudagsbíltúr

Persónulega fréttabréfið

Sunnudagsbíltúrinn minn var hreinlega magnaður.

Við Ágú fórum í "tuskó" í Hveragerði, öðru nafni Álnavörubúðin. Þar er að finna hina og þessa gripi, sitt lítið af hverju frá þessari og síðustu öld. Mér skilst að það sé einhver lager með vörum síðan fyrir svona 30 árum síðan og enn er verið að selja af þessum lager, allskonar dót. T.d. mjög jólalegar spandex buxur, flókainniskó, neon grifflur, lakkskó og margt fleira mjög furðulegt og óklæðilegt. En líka sitthvað sniðugt.

Hér er mynd sem ég fann á netinu af stelpu í flík úr Álnavörubúðinni. Eins og sjá má er þetta af gömlum lager:



Eftir "tuskó" ókum við á Eyrarbakka og Stokkseyri. Sáum kyngimagnað brim á leiðinni. Ég tók það upp á vídeó og pósta kannski síðar hér á blogginu þegar ég er í stuði (af því brim er fréttnæmt). Merkilegt hvað öldur geta verið stórar.

Svona var brimið sem ég sá...


Þessa mynd tók ég samt ekki heldur hann Jón Baldur.

Fengum okkur svo humarsúpu hjá Fjöruborðinu og sáum sólstafi útum gluggann. Ég fékk mér of mikið af brauði. Hvað er fólk alltaf að gefa manni svona gott brauð á veitingastöðum? Veit það ekki að ég þembist upp af brauði og verð eins og frímúrari í vextinum? Fjandinn.

Svo ókum við sem leið lá í bæinn og þá kom slydda. Heljarinnar og heilmikil slydda sem var svo búin þegar við komum til baka.

En það er gaman að fara í sunnudagsbíltúr. Það finnst mér. Ójá.

Næst ætla ég að skrifa um tortryggnis hysteríu og paranoju. Slíkt er ekki gott fyrir sálina eins og Brim og Álnavörubúðin.