þriðjudagur, mars 10, 2009

Matarkarfan og fleira

Það er tvennt sem ég þarf að koma á framfæri.

Matarkarfan er sniðugt fyrirbæri. Þar getur þú fengið tilboð á matvöru send á netfangið þitt og sparað þannig einhverja aura. Það hafa margir gaman af því. Svo má alltaf lesa nýjustu fréttir af áttburamömmunni á þessari síðu.

Svo er það hitt að hinn rauðhærði Illugi Gunnarsson sem býður sig fram fyrir D-listann mun vera góður maður. Eða svo er mér sagt.

Þá er það sagt.