sunnudagur, mars 29, 2009

Ég og vímurnar mínar

Svona til að við séum með þetta allt á hreinu þá vil ég koma því á framfæri, vons end for oll, að ég er bindindismanneskja eins og Ómar Ragnarsson. Ég hvorki reyki gras né drekk áfengi. Hef unnið fyrir góðtemplarana í IOGT (dásamlegt fólk) og lesið mikið um áfengismál og annað því tengt. M.a. farið á nokkuð marga internasjónal fyrirlestra um þessi mál.
Kannski er það vegna þessa sem ég sé lítinn mun á vímuefnunum?
Þetta er í raun allt sama djókið fyrir mér. Efni sem ræna fólk rænunni.
Ef ég er gúggluð ætti að koma upp grein sem ég skrifaði í moggann fyrir mörgum, mörgum árum um áfengissölu í matvöruverslunum. Er enn á sömu skoðun.

Fyrir utan sjálfstæða vinnu við ritstjórn og blaðamennsku hef ég undanfarið ár starfað við kynningarmál fyrir íþróttahreyfinguna í Reykjavík. Svo stunda ég líkamsrækt 4-6 sinnum í viku. Gæti ekki án þess verið. Það er víma.

Eftirlætis vímurnar mínar eru ástar, endorfín, tónlistar- og dansvíma. Svo finnst mér gaman að keyra góða bíla  og hlusta á tónlist. Fer í smá trans af því. Lexus er t.d. mjög góð víma. Og að fara í útreiðartúra. Er að spá í að fara á golfnámskeið í sumar til að geta bondað meira við fjölskylduna mína. Það gæti orðið víma (altso golfið...ekki bondið).

Þar hefurðu það.