þriðjudagur, mars 17, 2009

Dúlla

Mér finnst skrítið þegar kynsystur mínar detta í það að kalla mig "dúllu". Enn skrítnara finnst mér þegar þetta er marg-endurtekið í sama spjallinu. Já, dúlla. Ókei, dúlla...

Eiginlega finnst mér þetta hálf tilfinningaklámfengið og óþægilegt og fer að hugsa hvort viðmælandinn sé með óskýra sjálfsmynd.
Hjá karlmönnum held ég að orðin séu "kútur" eða "meistari"...
Mér finnst hinsvegar skemmtilegt að kalla kynsystur mínar bæði kút og meistara en ég myndi aldrei segja við karlmann: "Blessaður kútur, hvað segirðu!?" -gæti eins beitt geldingartöngum...
...og konur kalla ég aldrei dúllur.