laugardagur, mars 28, 2009

Af broshýrum reyr

Kannabisræktun er landabrugg 21 aldarinnar.

Ríkið hefur lögleitt vímuefnið áfengi og situr eitt að sölu þess og dreifingu. Hvers vegna ekki kannabis líka?

Þau sem til þekkja, hafa búið utan eyjunnar og kalla ekki allt ömmu sína (t.d. Clinton og Obama) vita að kannabis er ekki hættulegra en áfengi. Í raun er það talsvert skaðlausara.

Það eru ekki margir sem fá sér jónu og fara út að nauðga og berja. Nei. Fólk fær sér jónu, sekkur ofan í sófa með snakkpoka og hlustar á Pink Floyd, fer í sleik eða horfir á Twin Peaks.

Þetta tal um að kannabis sé intró í sterkari efni er líka bullshit sem á ekki við nein rök að styðjast. ÁFENGI er intróið að sterkari efnum. Þannig er það bara og ekki reyna að halda öðru fram.

Meira hvað veðrið er óákveðið.

Mikið var hann Davíð hress á fundinum áðan. Gott að hann hafi núna tíma til að skrifa bækur.

Mig dreymdi ungling sem spilaði magnað tónverk á búsáhöld í boði Hugmyndaráðuneytisins í gær.

Ég ætla að fá mér sushi í kvöld. Ekki jónu. Okbæ!

***


Í bláum skugga, af broshýrum reyr.
Við eigum pípu, kannski' eilítið meir.
Við eigum von og allt sem dæmt og deyr.

Við áttum kaggann, þúfur og þras.
Og kannski dreitil í tímans glas.
En hvað er það, á við gott lyfjagras?

Og þegar vorið kemur á kreik.
Þá tek ég flugið, og fæ mér reyk.
Hann er mín trú, og festa í lífsins sleik.