miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Pjattrófurnar í Fréttablaðið

Pjattrófubloggið var ekki búið að vera í loftinu í sólarhring þegar blaðamaður frá Fréttó hringdi í mig og spurði út í málið.

Og hverju gat ég svarað?

Auðvitað er ekki mikið annað hægt að segja um pjatt en að það sé -skemmtilegt!


Stelpur eru svona um fjögurra ára þegar þær uppgötva þá skemmtun sem felst í að vera pjattrófa og flestar pjatta sig fram á síðasta dag.
Í Afghanistan var það stórglæpur kvenna að stelast til að pjatta sig...og mennta.
Sama hvert maður fer í heiminum, það finnst varla sú kona sem ekki kann vel við blessað pjattið. Nema ef vera skyldu einhverjar vestrænar kynjafræðikonur sem hafa kyrkt sína innri pjattrófu og steikt svo á ritúölskum teini í kynjafræðiútilegu.

Við sem erum að setja efni inn á þetta blogg erum samt allar langt frá því að vera stereótýpískar pjattrófur. Það er að segja svona "flugfreyjupjattrófur".

Hafdís er atvinnumaður í handbolta og förðunarfræðingur, Ágústa Eva er leikkona en whiz kid í pjatti eins og sást þegar hún málaði Silvíu Nótt...og ég er hommi sem situr óvart fastur í líkama fíngerðrar konu.

En engu að síður erum við pjattrófur. Eins og mamma þín og mamma hennar og mamma hennar þar á undan.

Gaman.