fimmtudagur, febrúar 26, 2009

Íslenska sektarkenndin

Eftir seinni heimstyrjöldina heltók sektarkennd þýsku þjóðina. Sektarkenndin varð svo mikil að það var farið að stúdera hana í þýskum háskólum sem fag innan félagsfræðinnar. Í raun eru margir enn hálf þjakaðir af afleiðingum þessa stríðs. Komplexarnir ná rúma hálfa öld aftur í tímann og rekja sig upp í gegnum kynslóðir. Það þykir ekki fínt að vera Þjóðverji.

Ég vona að sektarkennd Íslendinga yfir "góðærisflippinu" eigi ekki eftir að standa svona lengi.

Það dó enginn og það er engin ástæða til að fara í afneitun.

Fyrir mér var þetta "góðærisflipp" í sjálfu sér mjög eðlileg afleiðing af því sem á undan hefur gengið hjá þessari þjóð. Mér finnst við eins og svertingjarnir í Bandaríkjunum, afrísku-Ameríkanarnir, þriðju kynslóðar afkomendur þræla sem komast í álnir og fíla blíng blíng: "Vó, sérðu mig... ég á Range!"... nigganigganigga..

Unglingur með kreditkortið hans pabba meðan pabbi er með nýju konunni á Spáni. Hvað gerir hann? Verslar haframjöl í Bónus? Nei.

Nú eru margir með móral yfir því að hafa keypt flatskjá og farið til Flórída um jólin.
Ég skil ekki beint hvaða tilgangi það á að þjóna. Flatskjáir eru fínir og það er skemmtilegra að horfa á góða bíómynd á góðum skjá en lélegum. Svo taka þeir minna pláss.
Það er líka gott að fara til Flórída í sól þegar hér er dimmt og kalt. Það er ekkert að því. Það er sumt í lífinu sem er og verður skemmtilegt og það á ekkert að fá einhverja heimskulega sektarkennd yfir því að hafa haft gaman af lífinu og leyft sér smá skemmtilegt. Þessi mórall er í raun jafn tilgerðarlegur og að horfa á pólitíkus á barnaheimili eða bankastjóra í lopapeysu.
Annaðhvort ertu slátur og lopasál eða ekki. Og ef þú ert það ekki þá er útí hött að fara eitthvað að fá móral yfir því að hafa notið rjómans.

Er ekki betra að líta bara á þetta sem kennslustund í gildismati og peningamálum? Hversu mikla þýðingu hefur flatskjárinn í lífi þínu? Er þér sama hvað jafnaldrar þínir eiga mikið af dóti?

Eftir þetta munu allir horfa inn á við og vanda sig betur að fara með peninga enda var alveg komin tími á slíka vandvirkni. En það væri fínt að sleppa þessum fáránlega móral.

Svo er ég óskaplega leið á þessu nöldri og tuði, paranoiu og taugaveiklun sem einkennir allt þessa dagana. Alla fréttatíma og alla umræðu. Hlakka mjög mikið til þegar fólk kemur niður af þessu trippi.

Það er svo leiðinlegt þegar Íslendingar festast í svona neikvæðnis kjaftæði. Eins og þegar allir eru allt í einu komnir með "bakflæði" eða "ADHD" eða "aspberger" eða "hafa kannski verið misnotaðir en muna bara ekki eftir því"...Þú veist... þegar það er farið í vandamála og komplexasukk.

Núna er það "kreppuklám"...

Ég held að þjóðin þurfi að fara að "secreta" þetta saman. Taka rosa stóra hóphugleiðslu þar sem við sjáum Ísland fyrir okkur sem frábært og skemmtilegt land sem er ungt, hipp og kúl með organískum mat, innlendri framleiðslu og frábærum SPA stöðum upp um allar trissur, góða skóla og fínt heilbrigðiskerfi.
Grænt, vistvænt og hátæknivætt framtíðarland þar sem alla langar til að búa. Eða eitthvað annað... svo lengi sem hverjum og einum finnst það jákvætt og uppbyggilegt en ekki neikvætt og destrúktívt. Allir eiga bara að sjá óskastöðuna fyrir sér. Á hverjum degi -frá og með núna.

Það sem gerðist var bara manndómsvígsla ungrar þjóðar en for kræíng át lád - hættum að grenja og vera paranoid. Það dregur bara úr manni og mundu að það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari. Upp með ermarnar. Nú er það bara samstaða og sjálfstæði sem dugar... alla leið.

Nema þig langi til að halda áfram að vera paranoid, hætta að fara í klippingu, ganga í heimasaumuðum fötum og borða hrútspunga og kjötfarsbollur til ársins 2020 -af því það er svo gott fyrir samviskuna?

Einmitt.